Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 21
in safnast því saman við báða enda skurð-
arins og bíður annar hópurinn meðan hinn
siglir skurðinn. Þegar Sigurður kom að
skurðinum á vesturleið, sá hann sér færi
á að skjótast inní röðina, sem beið og það
gekk allt ágætlega nema hann hlaut mikl-
ar kárínur fyrir hjá Aröbunum, sem höfðu
afnumið þessa reglu Bretanna að leyfa
skipum að sigla á eigin ábyrgð, enda
hafði öllum refcstri strax 'hrakað eftir að
Arabarnir tóku við stjóm skurðarins.
Það var einnig á Hvítanesinu, sem
skipsmenn Sigurðar fundu fallbyssu á
botni víkurinnar, sem þeir lágu á við
eyjrma Ibiza í Miðjarðarhafinu. Þetta var
mjög fom fallbyssa, frá tíð Máranna á
Spáni og öll úr kopar, en slíkar fallbyss-
ur em nú orðnar mjög fáséðar og verð-
mætar. Skipshöfnin ætlaði að bjarga fall-
byssunni og flytja hana heim sem gjöf
til Hrafnistu.
Þeim tókst að ná fallbyssuni um borð, en
þá komu hermenn Francós með alvæpni
og heimtuðu fahlbyssuna, sem var búin að
liggja þarna við bæjardyrnar hjá þeim
öldum saman og ekki á meira dýpi en svo,
að íslendingarnir köfuðu niður að henni
í einum saman adamsklæðunum. Islend-
ingamir urðu svo reiðir, að þeir hýfðu
byssuna aftur fyrir borð og létu hana
falla if sjóinn, þrátt fyrir að Spánverjarn-
ir miðuðu á 'þá byssunum.
Byssan hefur ekki fundizt síðan.
Þannig hefur Sigurður alltaf verið að
verða sér útum ævintýii með einum eða
öðrum hætti. Hann er maður mjög at-
hugull, og forvitinn um siðu og háttu
framandi þjóða og þjóðflokka, og þegar
aðrir fara máski á skemmtistaði fer hann í
nokkurs konar landkönnunarleiðangra
með myndavél, því að hann er alger bind-
indismaður og gengur því ekki á öldur-
hús í erlendum hafnarborgum.
Hann sigldi með togarann Agúst út til
Grikklands, en þangað var hann seldur.
I stað þess að taka flugfar heim, fékk Sig-
urður sér bíl og ók að vetrarlagi norður
alla Evrópu og fór um Júgóslavíu og
Alpana og eins mörg þjóðlönd og hann
gat á leiðinni. í annað sinn var það, að
hann í sumarfríinu sínu leigði sér fjöl-
sky’duvagn (trailer) og ók suður allt
England og fór síðan yfir til meginlands-
ins og fór þar um mörg lönd.
Sigurður var sem sagt ekki lengur neinn
heimanlingur þegar hann lagði upp í sína
frægustu og lengstu reisu til þessa. Og
hefst nú frásögn hans sjálfs, en Sjómanna-
dagsblaðið náði tali af honum, þegar hann
var staddur hérlendis í skyndierindum í
haust að var.
SSfe
Gamall draumur rœtist, og gott er
að eiga góSa vini.
Mig hafði alla mína ævi dreymt
um að eignast bát sem ég gæti siglt
á milli landa til að skoða mig um.
Eg var reyndar löngu orðinn úr-
kula vonar um, að þessi draumur
rættist nokkum tímann, þar sem ég
var orðinn fjölskyldufaðir og ekki
af minna taginu, því að börnin voru
orðin sex.
Svo var það, að þegar ég fór af
Haferninum, að ég frétti að Sæ-
björg gamla, það góða og mikla
happaskip, sé komið á sölulista en
óhægt sé að selja hana, þar sem hún
fái ekki íslenzkt haffærisskírteini.
Ég var það vel kunnugur skipum,
að ég þurfti ekki nema líta á Sæ-
björgu til að sjá að skipið var enn
vel haffært skip og mikið eftir í því.
Mér kom því í hug að kaupa hana
og flytja hana undir Panama flagg.
Olíuleit var þá mjög á döfinni víða
um lönd og til hennar og ýmissa
slíkra starfa var skipið vel faillið.
Þetta varð að ráði og ég sigldi héð-
an af stað um mánaðarmótin septem-
ber—október 1969 og hélt til Eng-
lands með alla fjölskylduna um
borð. Sú ferð gekk prýðilega og ég
hélt til Liverpool. Þar varð ég fyrir
því óhappi á fljótinu, að straumur
kastaði bátnum út úr rennunni og
uppá bákkann og þar stóð skútan
föst. Engin hætta var á ferðum og
hefði skipið runnið hjálparlaust nið-
ur á næsta flóði, en þeir vildu nú
endilega draga skipið á flot, senni-
lega eins og á daginn kom til að
geta nælt sér í björgunarlaun. Mér
varð það til bjargar í sjóréttinum,
að einn af skipstjórunum á dráttar-
bátunum á fljótinu var gamall kunn-
ingi minn og hafði orðið til að draga
bát þess skipstjóra á flot, sem dró
minn bát út. Hann hafði a'ldrei far-
ið fram á greiðslu fyrir þann greiða,
en kom nú í réttinn og sagði skip-
stjóranum, sem var að krefja mig um
laun, að nú vildi hann fá greiðan
endurgoldinn nema með því að hann
sleppti öllum kröfum á mig. Og það
varð.
■£4k
Dvöl á Irlandi.
Frá Liverpool fór ég til Cork á
Irlandi og skipti þar um flagg. Það
tók nokkuð langan tíma eða 16 daga.
Það voru einhverjir hátíðisdagar í
Panama og þá var allt lokað svo að
þetta dróst í tímann.
Ég kynntist þama allskonar fólki
og það birtist frásögn af för minni, og
þar kom það fram að Sæbjörg væri
fyrrverandi landhelgisgæzlubátur,
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 7