Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 24
Ferðafólkið nýtur hvíldar á klettasyllu í Gíbraltar, eftir erfiða en ánægjulega íerð.
Karib-lndíánarnir
Við dvöldum í tvo daga á eyjunni
aðallega til að kynna okkur þenn-
an stérstæða þjóðflokk, sem óneit-
anlega er forvitnilegur. Þeir eru
mjög frumstæðir, búa í tjöldum eða
skýlum úr trjágreinum og blöðum
og aðrir lifnaðarhættir þeirra voru
eftir því. Samt eru þeir að reyna að
framleiða ýmislegt smávegis til að
selja ferðamönnum. Þeir hafa sinn
kóng, sem er talsvert merkileg
persóna og það má oft sjá myndir
af honum í blöðum. Hann er af gam-
alli kóngaætt og hefur á sér höfð-
ingjabrag að minnsta kosti miðað
við þegnana.
Ég ræddi lengi við hann, hann
talaði ágæta ensku, og sagði mér
margt úr sögu þjóðflokksins, þar á
meðal það, að hið upprunalega
tungumál þeirra væri alveg tapað,
svo að það er ekki hægt að notfæra
sér það til að rekja slóð þeirra. Þeir
tala nú einskonar spænskublending.
Mér fannst talsvert til um kónginn,
en óneitanlega féll hann talsvert í
áliti hjá mér, þegar ég kvaddi hann,
því þá spurði hann mig að því, hvort
ég ætlaði ekki að gefa sér dollar fyr-
ir frásögnina. Mér fannst heldur lítil
kóngareisn yfir þeirri bón. Móðir
kóngsins var lifandi en fjörgömul og
talaði eins og hinir aðeins spænsku-
blending. Hún var feykilega skorpin,
fellingarnar á húðinni voru eins og
á flóðhesti. Fólk eldist illa, finnst
mér á þessum stöðum, og mikið fyrr
en á okkar slóðum, verður snemma
skorpið og ljótt, en börn eru mjög
falleg þarna.
Frá Dómineque héldum við til
English Harbour á Atinqua. Þar var
aðsetursstaður Nelsons, þegar nann
var fyrir flota Bretanna í Karabiska-
hafinu og þar er stytta af honum
og höfnin stundum nefnd Nelson
Harbour. Þetta er einhver bezta
hvirfilbyljahöfn í Karabiskahafinu.
Við dvöldum þarna í viku.
Sœbjörg verður björgunarskip á ný
Við höfðum verið að rekast á
ekki ósvipaða ferðalanga og við vor-
um sjálf, alitaf annað veifið frá því
við yfirgáfum Evrópu. Þetta voru
hjón með fjögur böm og voru þau
í hnattsiglingu á lítilli skútu. Þessir
ferðalangar höfðu verið um svipað
leyti á leiðinni til Antiqua og við. Það
kom á okkur smágjóla, nógu mikil
til þess samt, að skúta ensku fjöl—
skyldunnar missti stýrið og þau voru
hjálparlaus og á reki, þegar við rák-
umst á þau.
Og þar með var Sæbjörg gamla
komin í sitt gamla starf sem björg-
unarskip, því að við drógum skútuna
til hafnar í English Harbour. í
English Harbour er ekki lengur
neinn slippur, öll slík mannvirki eru
rústir einar, jafnvel hið mikla virki,
sem átti að verja höfnina — einhver
vilji er þó fyrir hendi nú orðið á að
byggja þetta upp til minja um forna
frægð. Það var því ekki hægt að fá
viðgerð þama, svo að ég mátti drösla
skútunni áfram og alla leið til St.
Thomas á bandarísku Virginíueyj-
um, það voru um 220 sjómílur og
sú ferð gekk prýðilega, enda er
þarna alltaf á þessum slóðum logn
og blíða, að minnsta kosti að mínu
áliti.
A St. Thomas stönzuðum við ekki
nema einn dag. Þá er komið í hina
geysilegu ferðamanna „traffík“ ein-
tómt plokkerí. Allt uppskrúfað og
það hentaði ekki lengur pyngjunni
hjá fjölskyldunni á Bonnie.
Við flýttum okkur því áfram og
sigldum milli Haiti og Kúbu og til
fyrstu eyjarinnar í Bahamaeyjaklas-
anum. Hún heitir Great Inqua.
Ekki urðum við vör við neina
varðbáta við Kúbu. Það var yfirleitt
allt með mikilli frið og spekt á þess-
um slóðum til dæmis sigldum við
grunnt með landi fram með strönd
Dóminikanska lýðveldisins og urð-
um aldrei vör við strandgæzlu alla
þá leið, fremur en hjá Kúbu.
A þessum slóðum er mesti kirkju-
garður spánska flotans til forna.
Þarna höfðu sjóræningjarnir aðset-
ur sitt fyrrum. Á leið minni til Great
Inaqua hafði ég siglt um Tortúla-
sundið, þar sem Drake háði sína
miklu orrustu við Spánverjana með
glæsilegum sigri svo sem kunnugt
er úr sögunni, en þar varð ég ekki
var við skipsflök, en afturámóti
strax og kom upp til Great Inaqua
þá var fullt af flökum og byssum
hundruðum saman. Það er nú meiri
ósköpin, sem Spánverjarnir haía
misst þarna af skipum. Við sigldum
framhjá einu stóru flaki af fornu
herskipi og ég gat ekki séð, að neitt
10 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ