Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 26
Hrafnista—Dvalarheimili aldraðra sjómanna
Vistfólk á Hrafnistu var þann 1. janúar 1972
414. Síðan hafa verið teknar í notkun 18 hjóna-
íbúðir fyrir 36 vistmenn og er því vistmanna-
talan nú 450. Starfsfólk við Hrafnistu er 196.
Hugleiðingar um elliárin
Norræna félagið hefir á tímabilinu
16.—19. nóvember 1971 séð um nor-
ræna ráðstefnu, þar sem tekin var
til meðferðar aðhlynning aldraðra á
Norðurlöndum, undirbúningurinn
undir eftirlaunaaldurinn, en það fór
fram á Voksenásen í Osló og var
undirritaður þar þátttakandi. A ráð-
stefnunni voru ræddar framkvæmd-
ir til hagsbóta öldruðu fólki í þjóðfé-
laginu. Einkum beindist áhuginn að
upplýsingastarfsemi og námskeiðum
fyrir tilvonandi eftirlaunafólk. Slíkt
hefir verið reynt smávegis í Noregi.
Umræðurnar sýndu að áhugi er fyrir
hendi á hliðstæðum aðgerðum á
hinum Norðurlöndunum.
Námskeið til undirbúnings eftir-
launaaldurs eru aðallega í því skyni
að sýna væntanlegum lífeyrisþegum
fram á að hægt sé að búa sig undir
skilin yfir á þetta aldursskeið,
þannig að svokallaður eftirlaunaald-
ur verði sem jákvæðastur og skapi
sem mesta lífsfyllingu.
Ennfremur búa sig undir öll önnur
mikilsverð skeið lífsins með námi og
annari fyrirhyggju, en varla er neitt
skipulag til í sambandi við elliárin.
Þátttakendur töldu að upplýsing-
ar um- og undirbúningur fyrir elli-
árin hafi verulega þýðingu, sem lið-
ur í starfinu aðhlynning aldraðra.
Þátttakendur fóru því þess á leit
við Norræna félagið að stai-fi þessu
yrði haldið áfram. Að mati þeirra
getur það átt sér stað m. a. með því
að:
Beina tilmælum til útvarpsstöðva
á Norðurlöndum um að láta um-
önnun aldraðra fá meira rúm í
dagskrá sjónvarps og útvarps,
bæði heimafyrir í hverju landi og
með sameiginlegum dagskrárlið-
um hjá Nordvision.
(í sjónvarpi í námskeiðsformi,
undirbúningur undir elliárin). —
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ