Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 28

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 28
hin beztu. „Vinnuveitendasamband- ið Norska“ styður sameiningarnefnd- ina einnig einkum þegar um sérstök mál er að ræða. Næsta spuming er sambandið við ríkisvaldið. A að koma á fót upplýsingamiðstöð aldraðra í þessu samstarfi eða koma henni upp eins og ríkisstofnun? Ekki erum við þeirrar skoðunar í Noregi. Við telj- um að sameiningarnefndin sé hálf- opinber en frjáls og sjálfstæð. Hálf- opinber að því leyti að yfirvöldin eru þátttakendur og greiða meiri hluta útgjaldanna, en frjáls að því leyti að meirihluta nefndarinnar er frjálst að ákveða starfsgrundvöll. Að sjálfsögðu er þó ríkjandi áhugi hjá ríkisvaldinu á því að nefndin fari ekki yfir á svið annarra ríkisstofn- ana í lofsverðri starfsgleði sinni. Ymsar skyldar stofnanir eru fyrir hendi í Noregi svo sem ráð er ann- ast umönnun aldraðra, Efli-nefnd undir stjórn atvinnumálaráðuneytis- ins. Nefndin til aðhlynningar roskins fólks og námskeiðanefnd fyrir starfsfólk elliheimila og ellimála- stofnuna. Ellimálastofnunin hefir auk þessara samvinnu við Félags- málaráðuneytið bæði fjárhagslega og á annan hátt. Það er nógu erfitt að sundurgreina verkefni þessara aðila þótt ekki bæt- ist sameiningarnefndin þar við. Eg tel að einmitt hér eigi að marka nefndinni skýrann starfsgrundvöll, en hún eigi smám saman að verða upplýsingaaðili til jafns við lýðhá- skóla og aðrar svipaðar stofnanir. Síðan kemur afstaðan til rann- sókna. Venjuleg almenn upplýsinga- starfsemi getur unnið verk sitt án nokkurs sambands við rannsókna- stai’f. En einmitt þegar um er að ræða upplýsingar til undirbúnings elliára er það grundvallaratriði að fá örvun og þekkingu frá þjóðfélags- vísindalegri og félagslegri læknis- rannsóknastarfsemi. Þessu hefir ver- ið svo fyrir komið í Noregi, þar sem deildarskrifstofa sameiningarnefnd- arinnar hefir daglegt samband við ellimálastofnunina. Ekki mun heldur ástæða til að leyna því að það voru vísindamenn við þá stofnun sem komu með þá spurningu hvort ekki væri þörf á skipulagðri upplýsinga- starfsemi um elliárin í Noregi. Sambandið við frjáls félagasam- tök og upplýsingastarf þeirra er ef til vill árangursríkasta meðalið sem deildarskrifstofan hefir yfir að ráða. Sama gildir samstarf við stór og smá fyrirtæki. Þar hefir námskeiða- haldið mest að segja. Um það mál mun fjallað í erindi, sem seinna verð- ur haldið hér, og ég mun láta mér nægja að nefna að eftirspurnin eftir aðstoð skrifstofunnar er svo mikil að það er langur vegur frá því að hún geti annað öllum slíkum verk- efnum, jafnvel þótt starfsemi skrif- stofunnar hafi verið aukin til muna. Að lokum vil ég nefna sambandið við fjölmiðla. Námskeiðahald verkar innávið og er einkum miðað við mið- aldra fólk og tilvonandi ellilífeyris- þega innan fyrirsjáanlegs tíma, en fjölmiðlar verka útávið í ríkara mæli og vinna að því að skapa skoðanir og viðhorf sem seinna verða til hags- bóta fyrir ellimálaupplýsingastarf- semina. Svo vel vill til að bæði út- varp og sjónvarp í Noregi hafa skip- að öldruðum í heiðurssess. Þátttak- endur frá hinum Norðurlöndunum þekkja e. t. v. ekki vel til þessara dagskrárliða, en norskir hlustendur vita að mjög vel er vandað til þess- ara dagskrárliða „Hádegistímans“ og annara slíkra, og í Sjónvarpinu hafa einnig bii*tzt sérlega athyglisverðir og góðir flokkar. Spurningin er hvort útvarpið vill halda áfram á sömu braut og finna upp á nýju efni sem beinlínis snýr að tilvonandi ellilíf- eyrisþegum t. d. námskieð í sjónvarp- inu fyrir hádegi, en upp á þeim hef- ir verið stungið þótt ekki hafi til framkvæmda komið vegna kostnaðar sem lengri útsendingartími hefir í för með sér. Blöðin hafa gegnt svipuðu hlut- verki og mikið hefir þar verið ritað um málefni aldraðra. Engin kona og enginn maður á miðjum aldri getur talizt ófróður um hvað bíður hans í ellinni af þehn sökum að ekki hafi verið um slíkt ritað og rætt. Þar með er lagður grundvöllur að betra skipu- lagi. Enn nær okkar marki stöndum vér er dag'blöð og vikublöð ljá nægi- legt rými efni frá sjálfri sameining- arnefndinni. Ahugi og stuðningur, sem við höf- um mætt er gleðilegur en vekur einnig nokkurn óróa. Við höfum séð að sú hóflega upplýsingastarfsemi er við byrjuðum á ’hlóð utan á sig eftir fárra mánaða starf og stækkar jafn ört og snjóbolti sem rennur áfram viðstöðulaust. Það er ágætt að námskeiðum og öðrum tilboðum er vel tekið, en þetta getur gengið svo hratt fyrir sig að hætt er við að þeir, sem að þessu starfa missi tökin á öllu sam- an. Við megum gleðjast yfir því að áhrif starfs okkar hafa borizt frá einu félagi til annars og milli fyrir- tækja. En við verðum að meta þetta áður en hægt er að gína yfir öðrum verkefnum. Ef til vill er lausnin sú að svæðis- bundnir sjálfstjómarhópar taka að sér starfið. Undir öllum kringum- stæðrnn verður kerfi vort að nýta sér aðra starfsemi sem hefir getu og vilja til að taka að sér hlutverk í upplýsingastarfinu fyrir aldrað fólk. Sameiningarnefndin á fyrst og fremst að verka sem hvati. Mikils mun krafist í framtíðinni af nefndinni, deildarskrifstofunni og samtökum þeim, sem með þeim starfa, bæði að því er varðar sjálf- stætt framtak og samvinnuhæfni. Reynslan gefur fulla ástæðu til bjartsýni. Hér á Islandi eigum við mikið óunnið varðandi málefni aldraðra, sem þó er farið að veita meiri at- hygli en hefur verið. G. H. O. 14 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.