Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 40

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 40
FERNANDO MAGELLAN Fann leiðina vestur á bóginn inn í Kyrrahaf til hinna fjarlægu Ausfurlanda. inn vonleysi. í Lissabon hafði allt breyzt, fólkið, byggingar og ráða- mennirnir. Magellan lenti brátt í vandræðum. Haltur eins og hann var hafði hann enga möguleika á að verða aftur tekinn í herinn, enda orðinn 32 ára og mestu stríðsþránni verið svalað. Gamhr hermenn áttu í erfiðleikum að lifa í Lissabon. Eng- in aðstoð við uppgjafa hermenn, eða vopnabræðrafélagsskapur, né hjálp- arstofnanir sem leitað varð til. Ef mexm gátu ekki bjargað sér sjálfir, urðu þeir að deyja drottni sínum í rennusteininum, án þess að nokkur skipti sér af. í höfninni í Lissabon var fjöldi af mönnum Vasco da Gamas á flækingi og sníkti ölmusu. Einstöku sinnum áskotnaðist þeim eitthvað, en oftast ekkert. Þó voru þetta menn sem höfðu hætt lífi sínu með Vasco da Gama, er hann sigldi flota sínum fyrir Góðrarvonarhöfða til Indlands og opnaði þar með ábatasama verzlunar- og siglingaleið fyrir þjóð sína. Rennusteinninn hefði einnig orðið hlutskipti Magellans, ef hann hefði verið venjulegur maður, sem hann var ekki. Hann ætlaði sér ekki að sökkva niður í fenið, því að hann taldi með sjálfum sér að hann ætti eitthvað eftir að afreka, þó svo hann gæti ekki orðið hermaður á ný. Sem viðurkenningu fyrir störf í hernum, hafði honum verið veitt virðingar- staða af lægstu gráðu við hofið, en sem fylgdu þó þau hlunnindi, að hann þurfti ekki að greiða skatt og fékk mánaðarlega greiddar 1000 Reaher. Það var lítið meira en ölm- usa, en hélt þó í honum lífinu. Hann gat því slangrað um í höll Manols Teikning af flaggskipi Maghellans, Victoria, sem var eina skipið úr leiðangrinum sem kom aftur heim. „Jakobsstafurinn" var undan- fari nútíma sextantsins. Með honum var mögulegt að mœla sólarhœðina fró haf- fletinum og þannig að finna stöðu skipsins. Eyjan Mactan í Filippseyjaklasan- um er ein af þeim þýðingarminnstu og hefir verið óþekkt fram á þenn- an dag, öðrum en landfræðingum og nokkrum innbyggjum, ef ekki hefði skeð þar hörmulegur atburður fyrir 450 árum, er Fernando Magellan var veginn þar 27. apríl 1521. Átökin voru út í bláinn, en þama missti heimurinn einn af sínum mestu sigl- ingamönnum. Hann hafði nýlega fyrstur manna siglt í gegnum sund- ið, sem nú ber nafn hans og þar með sannað að hægt er að sigla úr Atl- antshafi vestur á bógixm inn í Kyrra- haf til hinna fjarlægu Austurlanda. Fernando Magellan var merkileg- ur maður. Smávaxinn, alvörugefinn og haltraði þegar hann gekk. Andlit hans var stórskorið, það lítið sem af því sást fyrir hinu þétta svarta skeggi. Undir svörtum augnabnin- um sindruðu svört stingandi augu, alvarleg og án brosmildi. Um fæðingarár hans er ekki vit- að, en tahð vera 1480. Um æsku hans er heldur ekki vitað. Það fyrsta sem hans er getið, þegar hann siglir sem undirforingi árið 1505, á skipi sem siglir til Indlands. Þetta var allt annað en skemmti- reisa. Magehan var fyrst og fi’emst hermaður, en neyddist til að vinna vei'k sjómannsins og sjóveiki var engin afsökun fremur en nú til þess að liggja í koju. I höfnum neyddist harrn til að vinna lestarstörf, ásamt stjórnarstörfum og sífellt að hafa vakandi auga með hnýsnum frum- byggjum. Starf hermannsins var að særast eða deyja. Oft var Magellan neyddur til að gera sjálfur að sárum sínum. Eitt sinn var hann stunginn með spjóti í annað hnéð, og sárið hafðist það illa við, að hann gekk haltur það sem eftir var æfinnar. Sjö árum síðar þegar Magellan kom heim frá Indíum var hann sleg- 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.