Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 41

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 41
konungs í lörfum sínum, með því að halda sig í hæfilegri fjarlægð og bak við þá sem betur voru klæddir. Mag- ellan hataði iðjuleysi og hofið enn- þá meira ásamt þeim hégómlegu ónytjungum sem þar ferðuðust um. Eftir að hafa látið sér þetta lynda um nokkum tíma, sótti hann um leyfi til konungsins að fá að fara með í fyrirhugaðri herferð til Afríku. Konungurinn féllst á það, einkum vegna þess að hann taldi Magellan einn af sínum þýðingarminnstu hirð- mönnum og hafði af einhverjum ástæðum andúð á honum. Manoel konungur varð því ösku- reiður, þegar Magellan birtist við hofið dag nokkurn meðan á herför- inni stóð, án nokkurs leyfis. Og ekki tók betra við þegar hann heyrði er- indi hans: beiðni um að fá skip til þess að reyna að finna siglingaleið vesturum til India. Konungurinn hló og rak hann burt úr höllinni. Mag- ellan varð svo reiður að hann óskaði eftir því að verða leystur frá portú- gölskum borgararétti sínum, sem konungur veitti fúslega leyfi til. Magellan hrissti ryk Lissabon af shtnum fötum sínum og hélt rakleið- is til hallar Spánarkonungs, þar sem hinn ungi konungur Karl hafði ný- lega tekið við völdum. En hann er betur þekktur úr sögunni sem Karl 5. keisari Þýzkalands og sá merkasti af öllum Hafsborgurunum. Astand var mjög slæmt á Spáni um þessar mundir. Fjármál ríkisins voru mjög bág og stjómmálin í al- gerri óreiðu. Þegar Magellan bar upp erindi sitt við konunginn um sjóferðina sýndi hann því lítinn á- huga til að byrja með, en lét þó ekki vísa Magellan beint á dyr. Honum var ljóst að engin efni væru til að kcsta slíkan leiðangur, og hafði tak- markaða trú á hugmynd Magellans. Astæðan fyrir því að hann samþykkti loks að láta Magellan fá fimm smá- skip til ferðarinnar, hefur ef til vill aðallega verið sú, að ergja með því Manoel konung. Það voru ekki burðuleg skip sem Magellan voru afhent. Hriplekir smákoppar. Reyndir sjómenn hrisstu höfuðið og nokkrir skipstjórar sögðu hreint út, að þeir myndu ekki reyna að sigla svona skipiun yfir Gíbraltar- sund, hvað þá heldur til Kína. En Magellan var ánægður. Hann hafði fimm skip, þau flutu og hann hafði frjálsar hendur um að sigla þeim hvert sem hann vildi. Hann ætlaði til Kína. Honum var ljóst að skipin kæmust ekki öll á leiðarenda, en það var ekki mikilvægt. Það var nóg að eitt skip kæmist aftur heim til Spánar, eftir að hafa siglt kringum jörðina frá austri til vesturs. Næst- um án svefns og matar vakti Magell- an yfir undirbúningi ferðarinnar og 10. ágúst 1510 dró þessi litli floti upp segl í höfninni í Sevilla og hóf sína löngu ferð. Til að byrja með gekk ferðin vel og Magellan hefði getað verið ánægð- ur, ef ekki hefði komið til að skip- stjórar hans yoru öfundsjúkir og erfiðir í umgengni, sem skapaði óein- ingu um borð í skipunum, sem hefði leitt til upplausnar ef veiklundaðri maður en Magellan hefði haft yfir- stjóm. Einasta takmark hans var, að ferðin yrði að heppnast hvað sem það kostaði. Ekkert skyldi hindra hann, hvorki hungur, þorsti né veð- ur . . . ekkert! Því síður persónuleg- ar tilfinningar eða erfiðleikar. Hann var viðbúinn að dæma til dauða nán- ustu samstarfsmenn sína — sem hann einnig gerði — ef þeir stæðu í vegi fyrir að leiðangurinn heppn- aðist. Hann sagðist vera viðbúinn að láta þá éta skinnið úr skónum sín- um heldur en að snúa við vegna hungurs og það varð hann raunveru- lega að gera ásamt skipshöfnum sín- um áðm' en takmarkinu var náð. An nokkurra vandræða náðu þeir til mynnis La Plata fljótsins. Fyrst hélt Magellan að þessi breiði flói væri sundið sem hann leitaði að, en þegar sjóprufur sem hann tók voru ósaltar var honum ljóst að það gæti ekki verið tengiliður milli tveggja heimshafa, heldur aðeins fljóts- mynni. Hann hélt því áfram suður með ströndinni. En vetur var að þeir til mynnis La Plata fljótsins. Fyrst hélt Magellan að þessi breiði flói væri sundið sem hann leitaði að, en þegar sjúprufur sem hann tók voru ósaltar var honum Ijóst að það gæti ekki verið tengiliður milli tveggja heimshafa, heldur aðeins fljótsmynni. Hann hélt því áfram suður með ströndinni. En vetur var að ganga í garð á þessum slóðum sem varð honum erfiður. Flotinn varð að hafa vetursetu í San Júlía, sem er um það bil á 50° suðurbreidd- ar. Og þar hófust fyrstu stórvand- ræðin, sem nálguðust uppreisn. Til að byrja með tókst uppreisnarmönn- unum að ná yfirhöndinni, en með hermennskureynzlu sinni tókst Magellan þó að snúa ástandinu við ur innan tveggja daga. Höfuðpaur- ar uppreisnarinnar voru drepnir, en sér í hag og bæla uppreisnina nið- aðrir skildir eftir á ströndinni þeg- ar flotinn lét úr höfn á ný eftir 5 mánaða vetursetu. Eftir nokkra daga siglingu lá ströndin aftur til vesturs og þó að land sæist á bæði borð var vatnið salt. Þarna gat því varla verið um fljót að ræða. Magellan ályktaði því að þama hefði hann fundið siglinga- leiðina sem hann leitaði að. Það er næstum furðulegt að Mag- ellan skyldi takast að komast í gegnum þetta þrönga og hættulega sund á aðeins þrem vikum. Sá næsti sem reyndi það, Loaysa, árið 1526 var fjóra mánuði að komast í gegn. Og löngu síðar eða árið 1767 tók það Samuel Wallis 116 daga, þó hann hefði sjókort og mælitæki, sem Mag- ellan hefði aldrei látið sig drejnna um. Hér gæti frásögninni lokið, þar sem hún hefir eingöngu beinst að Magellan sjálfum og hann búinn að finna siglingaleiðina sem hann leit- aði að. — En lokaþátturinn er þó eftir. Kyrrahafið freistaði sæfaranna, en ferðin varð þeim mikið lengri og erfiðari heldur en þeir væntu, og SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.