Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 51
ingarnar og möluðu og kjöftuðu og
möluðu. Mikið leiðast mér svona
piparkerlingar, sagði ég og þá sagði
frá Margrét: Steinþegiðu strákur, og
reyndu eitthvað að vinna og gera
ekki allt vitlaust, sem ég segi þér og
passaðu þig að detta ekki með tert-
una. En svo rak ég gangstéttina í
tærnar og missti andlitið í tertuna,
og þá hló Gunna gamla. Þær voru
alltaf að vinna, og rétt gáfu sér
tíma til að éta, þú skilur mig, litli
Jón. Svo sagði Gunna á Birninum
við stelpurnar: Hættið að kjafta og
reynið að vinna, nóttina eigið þið
sjálfar og þá getið þið kjaftað, og
ef þið ekki vinnið þá farið þið haus-
lausar út. Þær voru alveg agalegar,
blessaðar kerlingarnar. Svo er ekk-
ert meira með það.
8. Síðan heiti ég Lási.
Jæja, svo segir frú Margrét við
mig: Lási minn, farðu til hans Steina
þar sem bílstjóramir drukku kaffið,
og náðu í eina flösku af viskí. Svo
fómm við upp að Mosfelli og fylltum
prestinn, hann séra Hálfdán sáluga,
en hann var ekki með okkur hann
Kiddi-Jón, sem keyrði forsetann,
gamla og nýja. Jæja, ekkert meira
með það. Svo segir frú Margrét:
Nú vill strákskömmin fara að þvæl-
ast út á sjó, en ég er búin að ala
hann upp í átta ár og vil ekki sleppa
honum, hann er orðinn svo laginn
við þetta, hann Lási. Þá segir séra
Hálfdán sálugi: Hver skírði hann
Lása? Við Anton, frændi minn kokk-
ur, segir frú Margrét, komum okk-
ur saman mn að spyrja móður hans,
hvort henni væri ekki sama, hvort
við kölluðum hann Lása. Jú, jú,
sagði hún. Svo héldum við bara gilli
og skelltum kampavíni yfir hausinn
á stráknum. Síðan heiti ég Lási.
10. Kosningamar og greyið
hann Pétur.
Nú, síðan var ég hjá Angantý,
frænda mínum, og svo hitti ég Ragn-
ar frænda minn í Þórscafé. Og ég
fór með Ragnari heim og svaf í
svefnpoka í stofunni á Sóllandi, og
eftir það fór ég aldrei út þaðan. Og
svo vann ég hjá honum í gamla Þors-
café og í Vaglaskógi hjá Mæju kokki
í þrjú sumur. Ég get ekki hugsað
mér betri mann en hann frænda og
hana Júllu. Þau eru alveg dásamleg.
Eg á marga vini, sem allir koma vel
fram við mig, eins og þú sást í af-
mælinu mínu, Jón litli, ég fékk fullt
af gjöfum og skeytum, sem greyið
hann Pétur las upp, og fullt hús af
gestum, hún frá Margrét forstöðu-
frú og hann Jóhann, sem kennir
prestunum og fullt af fólki. Jæja, svo
er ég líka á Dvalarheimilinu á vet-
urna, hjá Pétri greyinu, og hann
sendi prívatbíl hingað á Val'höll, til
þess að láta mig kjósa í sumar og
ég sat aftur í eins og fínn maður.
Svo kaus ég uppi í Dvalarheimili, og
þar var greyið hann Pétur að vinna,
á skyrtunni, alveg agalega duglegur,
en svo sagði Þór mér að Pétur greyið
hefði tapað, en það var ekki Pétri
að kenna, hann var alltaf að vinna.
Hinir hafa bara ekki verið nógu dug-
legir. Eg kaus alveg rétt. Hann
Magnús yfirkokkur klippti út fyrir
mig merkið hans Pétur úr blaðinu.
Jæja, svo sat ég við háborðið á Sjó-
mannadaginn, guð minn almáttug-
ur, það var alveg dásamlegt, ég var
kófsveittur, það voru ráðherrar og
allur djöfullinn, og ég fékk nóg að
drekka, við aðalborðið. Hann Pétur
greyið er alveg agalega duglegur.
11. Nýdáið lík og Esjufjallið.
En svo var það á Dvalarheimil-
inu, að það kom til mín voðalega
agalega merkilegur maður, alveg
hámenntaður, og segir við mig:
Heyrðu Lási kokkur. Já, segi ég, og
sá að stelpa, sem var að þvo gang-
ana blikkaði til mín og ég vissi að
hann ætlaði eitthvað að spila með
mig. Svo segir hann: Jæja, Lási
kokkur, hvern ætli sé verið að jarða
í dag? Eg vissi að það var eitthvað
lík nýdáið, en ég lét ekki slá ryk
í augun á mér og sagði: O, það er
nú ekkert nýtt við það, daglegur
viðburður, ætli það sé svosem nokk-
ur sérstakur. Þá hló Ragnar frændi.
Svo segir maðurinn, þetta var alveg
stórmenntaður maður: Hvað heitir
þetta fjall, Lási? og bendir á Esju-
fjallið. Það veit ég ekkert um, sagði
ég, en það er búið að vera hérna síð-
an ég kom. Þá brosti Ragnar frændi
og sagði: Þú ert alveg agalegur Lási.
Jæja, þegar Haukur pressari var
jarðaður, sagði ég við séra Þorstein:
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37