Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 56
ar. Það er einnig miklu meiri ástæða
til að óttast að verða fyrir líkamsárás
hér á götum eða í veitingastöðum
Reykjavíkur heldur en í borgum
Mexikó.
Ég hef aldrei orðið vitni að ill-
indum milli manna á borð við það
sem hér er dagegur viðburður. Mér
brá ekki lítið við alla þessa friðsemd,
eftir að hafa alizt upp við þá skoð-
un, að þessir Suðurlandabúar væru
svo blóðheitir að búast mætti við
hnífnum í skrokkinn, ef eitthvað
bæri útaf. Knæpurnar eru alltaf
þéttsettnar og þaðan hljómar söngur
og hljóðfærasláttur en drukkinn
mann á okkar mælikvarða sér maður
aldrei koma þaðan út. Það gerir nú
máske knæpulífið friðsamara að
konum er bannaður aðgangur, svo
að ekki spinnast deilur út af þeim.
— Þeir drekka þó drjúgum, er
það ekki?
— Jú, það skyldi maður ætla, eftir
því sem búlumar eru sóttar. Þær
eru alltaf yfirfullar, en þeir virðast
stunda drykkjuna öðm vísi en við
gerum. Þjóðardrykkur þeirra er
tequila, sem er rótsterkur drykkur
og ódrekkandi, að því er mér finnst.
Þetta er eldvatn. Ég var eitt sinn í
veizlu, þar sem mér var borið tequila
blandað tómatsósu til helminga í
glasið. Það var rammur drykkur.
Mexikanar eru veizluglaðir menn
mjög, og nota hvert tækifæri til að
efna til veizluhalda og tjalda þá jafn-
Ámi Gíslason, kona og sonur.
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
an öllu sem til er á búinu. Þar þurfa
afmæli maima ekki að standa á tug
til að slegið sé upp afmælisveizlu.
Ef kona fæðir bam er komin veizla
í fjölskyldunni.
— A hvaða stigi er sjávarútveg-
urinn í Mexikó?
— Mexikó gæti orðið annað Perú í
fiskveiðum, ef síldveiðamar og
ansjósuveiðamar næðu að þróast hjá
þeim. En þeir hugsa helzt ekki mn
annað en rækju. Bankar til dæmis
lána ógjarnan útá aðrar veiðar. Það
er mikil rækjuveiði og all-þróuð við
Kalifomíuflóann. Rækjan þarna er
miku stærri en rækjan hér, en mér
skilst að það sé svipað verð á henni
og hér gerist. Tæknilega eru rækiu-
veiðamar all-þróaðar hjá þeim, þeir
nota svo dæmi sé nefnt alltaf tvö
troll og hafa notað þá aðferð í nokk-
uð mörg ár. Þeir hafa togbómur sitt
á hvort borðið, og þeir staðhæfa að
betri árangur náist með tveimur
vörpum litlum en einni stórri, jafn-
vel þótt hún sé talsvert stærri en
hinar tvær samanlagt. Þeir vom með
svipaðar vörpur og hér eru notaðar,
eða voru notaðar til skamms tíma,
mér skilst að hér standi nú yfir ýms-
ar breytingar á rækjutrollum, sem
ég kann ekki deili á. En mexikan-
amir þekkja semsagt bæði þá að-
ferð sem við notum og tveggja vörpu
aðferðina og geta því dæmt af reynsl-
unni á sinni fiskislóð. Þeir segja,
að tvær litlar vörpur, séu, auk þess
Góðviðri 350—3G0 daga á ári.
að vera veiðnari en ein stór, léttari
í drætti sem auðvitað þýðir þá betri
nýtingu vélaorkunnar og minni olíu-
eyðslu.
Heildarveiði Mexikana hefur ver-
ið undanfarin ár 230—280 þúsund
tonn að jafnaði árlega, og þegar þess
er gætt að þetta er mestmegnis
rækja, sem er létt í sér og lengi að
fylla tonnið, þá er þetta ekki svo
lítil veiði.
— En hvað er að segja um síld-
veiðamar?
— Það er um að ræða þrjár teg-
undir af síldfiski og tveimur teg-
undum svipar mjög til okkar síldar,
þeir kalla þær tegundir — crínúða
og monterey — og svo er þriðja teg-
undin ansjósan. Það eru óhemju-
lóðningar þarna á síldfiski á stórum
svæðum. Einu sinni lóðaði ég stanz-
laust á kakkþykka síld á 30 sjó-
mílna vegalengd í beina stefnu. Það
var allan tímann torfa undir. Þeir
trúa þessu varla sjálfir að síldar-
magnið sé eins geysilegt og það er,
því þeir eru á sama stigi og við
vomm fyrir nokkrum árum, það er,
þeir kasta bara á síld eftir auganu,
þegar hún veður. Þeir vita sem sé
ekki, fremur en við gerðum, af ann-
arri síld en vaðandi síld. Þeir eru
ekki með fiskileitartæki í bátum sín-
um, nema þá kannski gamla neista-
mæli til að mæla með dýpi. Torfum-
ar koma uppá yfirborðið á nóttunni,
þegar ekki er tungl og þá sjá þeir
Togbóma á hvoru borði.