Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 58
Viðkvæma
fórnardýrið
... Terry greip andann
á lofti.
Flýtfu þér með
koníakið. Við gefum
ekki látið fimmtíu
Terry Bixmy stöðvaði hvíta fallega
bílinn sinn fyrir utan hið glæsilega
hús sitt í Tanglewoor. Hann sat kyrr
nokkra stund í bílnum og virti hús-
ið fyrir sér, en stundi við þegar
hann hugsaði til framtíðarinnar.
Hann velti fyrir sér hvað yrði
fyrst selt á uppboði, — húsið, bíll-
inn eða húsgögnin. Allt var veðsett,
sem hægt var að festa í skuld. Hann
hafði enga þekkingu á sjónhverfing-
um, og ef ekki kæmi til fjárhagslegt
kraftaverk, liði ekki langur tími þar
til annað fólk færi að aka um í hans
bíl, og færi að baða sig í hans einka-
sundlaug.
Terry sá konuna sína, Miriam, hina
fullkomnu mynd vellstæðrar konu,
ljóshærða, bláeyga í léttum sumar-
kjól koma hlaupandi út um aðal-
dyrnar út að bílnum til hans. Svip-
ur hennar varð aðeins þyngri þeg-
ar hún sá hve hann var vonleysis-
legur í andliti. — Þú hefur þá ekki
fengið lánið, sagði hún með von-
brigði í svip.
— Þegar ég kom út frá lánaslofn-
uninni, var mér ekki svo mikið sem
mögulegt að fá lánaðan drykk á Chez
Pierre, sagði hann úrillur.
— Það var slæmt fyrir þig, sagði
hún háðslega! Vertu nú ekki að
stríða mér Miriam, ekki einmitt
núna. Auðvitað ekki, svaraði kona
hans illkvittnislega. — Ef þú vildir
þó aðeins segja mér hvað við eigum
nú að taka til bragðs.
Eg veit það satt að segja ekki,
svaraði Terry og stimdi þungan. —
Nei, því trúi ég vel, svaraði kona
hans, en af hverju biður þú ekki
um kauphækkun? Terry stundi
þungan, það er gjörsamlega von-
laust, starf mitt hangir á þræði, og
ég vildi helzt forðast að minna for-
stjórann á að ég sé starfandi hjá
fyrirtækinu. Honum varð litið upp
til hússins, um leið og hann tautaði,
en ég skal ekki gefast upp, þó svo að
ég þyrfti að brjótast inn í banka til
þess að ná peningum.
Miriam hló hæðnislega. Það væri
spaugilegt að sjá þig svona huglaus-
an vesaling brjótast inn í banka! Svo
bætti hún við, en það hefur borið
að eitt vandamálið í viðbót. Það er
kominn gestur til okkar, sem segist
heita Griselda. Smávaxin snotur
kvenmaður, einhver fjarskyld
frænka þín.
Griselda? ég þekki enga . . . ja
biddu við, heitir hún máske Carrut-
hers að eftimafni? Jú, svo sagði
hún.
— Eg hefi ekki séð hana síðan ég
var smástrákur, sagði Terry. Mig
minnir að hún væri lagleg ung
stúlka, en málgefin og hélt allri
fjölskyldunni uppi á slúðursögum úr
nágrenninu. Loks held ég að hún
hafi flutzt til New York, og saknaði
hennar enginn.
Ja, hún er nú komin hingað til
okkar. — Hún kom í leigubíl fyrir
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ