Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 60
ið í ljós að sér þætti gott að sofa
frameftir.
Kvöld eitt minntist Terry á pen-
ingamál við Miriam eins og tilfall-
andi í návist Grisöldu frænku.
— Það var ágætt að þú skyldir
minnast á peningamál, sagði Gris-
elda frænka. — Eg hefi einmitt rætt
við lögfræðing hér á staðnum.
— Og ég vonast til þess að það sé
ykkur gleðiefni að fá að vita, að ég
hefi gert ráðstafanir til þess að yfir-
færa verulega fjárupphæð frá sviss-
neskum banka hingað — og gengið
frá erfðaskrá, sem er mjög hagstæð
mínum kæru ættingjum. Hún rétti
sig yfir borðið og greip hendur
þeirra.
— Já, en . . . það var ekki meining
mín . . . stamaði Terry . . . og gat
svo ekki sagt meira af hugaræsingi.
Gamla frúin virtist ekki veita því
neina athygli, hve hann var uppnum-
inn. Hún strauk hönd hans og sagði,
. . . svona vinur minn fyrirgefðu
mér að ég skyldi fara að minnast á
það sorglega augnablik í framtíð-
inni, þegar við verðum að skiljast
að.
Hún reis upp úr stólnum og sagði:
Eg vildi gjarnan fá koníakstau.pið
mitt inn að sjónvarpinu. Mér líður
svo vel að sitja í rólegheitum við
sjónvarpið og dreipa á koníakinu.
Hún strunzaði út úr stofunni eins og
drottning.
Miriam leit á Terry og hvæssti
að honum. Aulabárðurinn þinn,
þarna eyðilagðirðu möguleikann á
því að kreista út úr henni nokkrar
krónur.
Já, mér þykir það leiðinlegt,
stundi Terry.
Já, það er ástæða til. Ég hefi ekki
gert annað í allan dag, heldur en
að svara rukkurum í símann og fá
þá til þess að bíða enn í nokkra daga
með að láta uppboð fara fram á eign-
um okkar, þar sem þú munir innan
fárra daga fá peninga til þess að
greiða þeim.
Drottinn minn dýri, guð má vita
hve mikils virði sú gamla er?
Eftir þeim upplýsingum sem mér
hefur tekizt að hala út úr henni,
eru það um fimmtíu milljónir, sagði
Miriam.
Fimmtíu . . . Terry greip andann
á lofti. — Flýttu þér með koníakið.
Við getum ekki látið fimmtíu millj-
ónir bíða eftir slíku.
Um nóttina dreymdi Terry um
feiknarlega búnka af peningaseðl-
um, sem voru að mygla í sundur í
neðanjarðarhvelfingu. Hann vakn-
aði með höfuðverk og máttleysi í öll-
um limum, sem varð til þess að hann
kom klukkustund of seint í vinnuna
hjá Hergeshimer & Co. Hann reyndi
að smeigja sér svo lítið bæri á í
skrifstofustól sinn lengst inni í horni.
En móttökudaman Miss Buttons
hlaut að hafa fylgst með hvenær
hann kæmi, þvi hún gaf honum vís-
bendingu um að tala við sig.
Þér eigið að fara strax inn og tala
við gamla nöldrunarsegginn. —
Hann var héma frammi áðan að
spyrja eftir yður.
Terry varð órótt innanbrjósts. —
Minntist hann nokkuð á hvað hann
vildi mér?
Eruð þér alveg frávita? En ef
marka mætti af óvenjulega rólegri
og kurteislegri framkomu hans, gæti
ég trúað að hann byggi yfir ein-
hverjum illgirnislegum ráðagerðum.
Hergeshimer sat og horfði sak-
leysislega á Terry. Og sagði svo með
ísmeygilegri röddu, yður er sagt upp
starfi hér.
Terry skjögraði í átt að stól. En
Hergeshimer sagði kuldalega, látið
þér húsgögnin í friði, þér starfið hér
ekki lengur.
En herra Hergeshimer . .
Það er ekkert fleira að segja Bix-
by. Þér getið sótt þriggja mánaða
laun hjá gjaldkeranum og farið svo.
En herra Hergeshimer, ég á þó
kröfu á skýringu frá yður.
Kröfu á skýringu! Ef ég skulda
yður eitthvað, þá væri það málshöfð-
un fyrir að hefja mánaðarlega laun
á fölskum forsendum vun vinnu. Og
ástæður mínar fyrir uppsögninni eru
margar. Þér emð fyrsta flokks dæmi
um þá nútímahegðun, að afkasta
hálfdags vinnu fyrir heildagslaun.
Það eina sem þér hafið sýnt áhuga
fyrir em launin og sérhlunnindi fyr-
irtækisins. Starfið sem þér eigið að
láta í té í staðinn, veldur yður leið-
indum og um að gera að sleppa sem
mest hjá því.
Sá gamli snéri sér að bréfastafla
á borðinu. — Terry var auðsjáan-
lega ekki lengur til.
Terry staulaðist heim, og hlamm-
aði sér uppgefinn í stól í stofunni.
Miriam sem hafði heyrt til hans kom
inn. Mér hefur verið sagt upp starfi,
stundi hann upp.
Það má segja, að þú sért alltaf
jafnheppinn, sagði Miriam háðslega.
Láttu mig í friði. Ég hefi hugsað um
þetta allt á heimleiðinni. Hvar er
Griselda frænka?
Hún er að háma í sig ávexti og
drekka sherry inni í borðstofu. Gris-
elda frænka tók sig sérlega vel út.
Hún var í litríkum morgunslopp,
sem hún sagði að hershöfðinginn
hefði keypt handa henni í Alsír. Hún
hellti rjóma í kaffið og leit á Terry.
Nei, áttu frí í dag?
Það er nú varla hægt að segja það
. . . ég hefi misst atvinnuna. Það er
nokkuð alvarlegt fyrir okkur Miri-
am.
Griselda frænka rétti úr sér og
sagði með hátíðleika í röddinni. Þú
verður að horfast í augu við erfið-
leikana Terry. Fólk missir oft at-
vinnu sína og fær annað starf næsta
dag. Ef hershöfðinginn hefði verið
hér staddur, hefði hann ráðlagt þér
að líta á þetta sem tilvalið tækifæri
til þess að útvega þér annað og betra
starf.
Terry leit á Griseldu eins og hann
sæi hana í þoku, og hann átti erfitt
með að stillla sig, að rjúka ekki upp
í ofsabræði. Hann var orðinn leiður
og þreyttur á þessu sífellda stagli
um hershöfðingjann! — Eru það að-
eins nokkur innantóm orð og þvæla,
sem þú getur gefið okkur?
46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ