Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1917, Blaðsíða 5
Formáli
l>essi útgáfa af Bæjarskrá lleykjavíkur er hin 6. í röð'inni og er mikið aukin
frá fyrri útgáfum. I skrána eru nú tekuir um 9 0 0 0 bæjarbúar þ. e. allir þeir er
búsettir voru í lleykjavík um mánaðamótin nóv.—des. 1916, 18 ára eða eldri. Þá er
og þetta sinni auk nafnaskrár eftir stafrofsröð tekin heimilaskrá eftir götum,
sem vænta má, að oft komi að góðu haldi við listaburð og útsendingar á hinu og þessu.
Þá nybreytni hefi eg tekið upp að þessu sinni í nafnaskráuni að skifta henni
í t v e n t. I fyrri hlutanum eru skráðir allir þeir, sem eru á alþingiskjörskrá.
Vænti eg þess, að mörgum muni koma vel að þessu er svo fyrir komið, að það spari afrit
af kjörskrám og verði til þæginda á annan hát.t. í seinni hluta nafnaskrárinnar eru svo
þeir bæjarbúar skráðir, sem ekki eru á kjörskrá.
Fólaga- og stofnaua-skráin er og talsvert aukiu frá útgáfunni 1912. Meðal
annars birtist þar fyrsta sinni, það eg til veit, skýrsla um alla opinbera sjóð'i
hór á landi. Eru það engar smáræðisfúlgur, sem í þeim felast. Mun það vera um
1 4 0 0 þ ú s. k r. Þetta sjóðayfirlit hefir hr. ættfræðingur Jóhann Kristjánsson samið',
en hann er allra manna kunnugastur og fjölfróðastur á þessu sviði.
Þakklátlega skal þess minst, að bæjarstjórn Eeykjavíkur hefir veitt 300 kr.
styrk til útgáfu Bæjarskrárinnar. Borgarstjórinn hefir þar að auki á ýmsan hátt greitt
götu bókarinnar og f. landritari Kl. Jónssou lesið' aðra próförk af fólaga- og stofnanna-
skránni. Leyfi eg mór hór með að þakka þessum mönnum og öðrum, sem góðfúslega
hafa veitt mór ýmsa vitneskju um félög og stofnanir o. s. frv.
Uppdráttur fylgir Bæjarskránni gerður af Ólafi verkfræðingi Þorsteinssyni, som
nú er að vinna að mælingu bæjarins, og skorinn af Ríkarði Jónssyni. Ætti hann að
geta verið ókunnugum góður leiðarvísir um bæinn.
Eg býst við því, að sumum muni þykja pappírinnn í Bæjarskránni í þynsta
lagi að þessu sinni, en þegar þess er gætt, hve afarerfitt er að ná í pappír á þessum
tímum, hversu afardýr hann er, en Bæjarskráin hinsvegar seld á aðeins 1 krónu —
16—17 arka bók í stóru broti — þá vona eg að mönnum skiljist, að eigi hefir verið
hægt að hafa pappírsgæðin meiri.
Villulaus mun Bæjarskráin eigi vera fremur en aðrar slíkar bækur — og þætti
mór vænt um, að þeir, sem varir verða við villur eða ónákvæmni, geri svo vel að láta
mig vita, svo að varast megi í næstu útgáfu. Nokkur ónákvæmni mun t. d. vera um
röðun á nöfnum kvenna, sem kenna sig við feður manna sinna, þótt eigi sé ættarnöfn.
En eg vona, að eigi kveði svo mikið að því, að óþægindum valdi þeim er nota skrána.
Eg er að vona, að héðan af verði ’nægt að koma Bæjarskránni út árlega og
dalftið fyr á árinu en nú. Vona, að lienni verði það vel tekið, svo ódýrri, en jafnframt
óhjákvœmilegri handbók fyrir hvern mann.
Bæjarskráin inn á hvert einastaheimili — það er markmiðið.
Reykjavík 18. febr. 1917.
Olafur Björnsson,