Gripla - 01.01.1977, Page 26
22
GRIPLA
ur, að Giljá, Lækjamóti, Haukagili, Holti og síðan austur í Skagafirði í
Laxárdal og að Ási við Hjaltadal.11 Það er auðvitað augljóst að efni
þáttarins er að töluverðu leyti úr smiðju Þingeyramunka. Aldursábend-
ing gæti verið að Saurbær í Eyjafirði er nefndur sem bær kristins manns
en þar var klaustur um hríð upp úr aldamótunum 1200.13 Þá eru og
aldursábendingar í tilvitnunum til Gunnlaugs Leifssonar sem eru í
þættinum.
Ekki verður séð að neinar sögur hafi verið um Þorvald víðförla fyrr
en um 1200. íslendingabók og Hungurvaka tala aðeins um Friðrek
biskup og aðrar heimildir sem nefna Þorvald eins og Viðauki Skarðsár-
bókar, Hauksbók Landnámu, Vatnsdæla og annálar eru yngri en Þing-
eyraskrifin um Þorvald víðförla og kristni Norðlendingafjórðungs.
Eins og áður er getið virðist Þorvalds þáttur vera ritaður öðrum
þræði gegn Þangbrands þætti sem nokkurs konar varnarrit norðlenskrar
kristni. En tengslin milli þáttanna eru ekki einungis neikvæð heldur er
einnig um að ræða jákvæð tengsl. Líkindin með berserkjadrápi Friðreks
að Haukagili í Vatnsdal og berserkjadrápi Þangbrands í Haga á Barða-
strönd eru svo mikil að augljóst er að önnur frásögnin hefur þegið frá
hinni.13 Ef Þangbrands þáttur er eldri en Þorvalds þáttur hefur Þorvalds
þáttur fengið ákveðin atriði að láni frá Þangbrands þætti.
Aldursafstaða þáttanna kemur Ijósar fram þegar hugað er að öðrum
heimildum um Þangbrand. Frægð hans hefur verið mikil. Þannig hefur
Ari þekkt til frásagna af Þangbrandi eins og áður er á minnst. Talað er
um Þangbrand sem prest Ólafs konungs Tryggvasonar í Ólafs sögu
Tryggvasonar eftir Odd Snorrason og í Ágripi.14 Theodoricus monachus
kann einnig að segja frá Þangbrandi sem hann nefnir Theobrandus15 og
Historia Norwegiæ kannast einnig við hann.16 Af þessum heimildum má
ráða að talsverðar frásögur hafi gengið um Þangbrand á 12. öld. Auk
fyrrgreindra rita er talað um hann í 13. aldar ritum, Heimskringlu, Lax-
11 Sbr. Björn M. Ólsen (1893), bls. 300.
12 Diplomatarium Islandicum III, bls. 30 og 154.
13 Ólafs saga Tryggvasonar (1958-61) II, bls. 160, sbr. Ólafs sögu Tryggvasonar
(1958-61) I, bls. 288-90. Hauksbók (1892-6), bls. 137-8, sbr. bls. 127; sbr. Njála
(1875), bls. 540 og Vatnsdæla saga (1934), bls. 107-8.
14 Saga Óláfs Tryggvasonar af Oddr Snorrason munk (1932), bls. 91-2 og
126-7. Ágrip (1880) dálki 36.
15 Monumenta historica Norvegiæ (1880), bls. 19-21.
i® Monumenta historica Norvegiæ (1880), bls. 115.