Gripla - 01.01.1977, Page 27
UM KRISTNIBOÐSÞÆTTINA
23
dælu og annálum.17 Þá er glósa um Þangbrand í Árna sögu biskups18
og hann hefur verið vel þekktur í Færeyjum.19 Ennfremur er Þang-
brandur nefndur í gerðum Landnámabókar, sem ekki er minnst um
vert, og verður litið á það nánar síðar.
Niðurstaðan af því sem hér hefur verið sagt er að tengsl séu á milli
kristniboðsþáttanna um Þangbrand annars vegar og Þorvald hins vegar
og að þá greini þannig á að það bendi til mismunandi aldurs þáttanna.
Eins og áður segir er Þorvalds þáttur varðveittur í Olafs sögu Tryggva-
sonar hinni mestu og Kristni sögu og vitnað er beint til Gunnlaugs
munks á Þingeyrum um einstök efnisatriði; þátturinn gæti verið saminn
af Gunnlaugi eða Þingeyramunkum, enda er sögusvið hans einkum
nánasta umhverfi Þingeyra.
Þangbrands þáttur er varðveittur í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni
mestu, Kristni sögu og Njálu og er talsverður munur á gerðum hans í
þessum þremur heimildum. Ljóst er að miklar sagnir hafa gengið um
Þangbrand og kristniboð hans á Islandi þegar á 12. öld. I Þangbrands
þætti kemur fram að norðlendingar vestan Skjálfandafljóts hafi verið
tregir að taka við kristni. Þorvalds þáttur er kristniboðssaga Norðlend-
ingafjórðungs eða Hólabiskupsdæmis og hefur aðra sögu að segja.
Þangbrands þáttur er hvort tveggja í senn notaður sem heimild og
hafður að skotspæni í Þorvalds þætti, og þaðan fær Þorvalds þáttur
helgisagnaminni að láni. Þangbrands þáttur er því forsenda Þorvalds
þáttar og eldri en hann. Þangbrands þáttur gæti verið frá 12. öld og
skal það nú athugað nánar.
II. UM GERÐIR ÞANGBRANDS ÞÁTTAR OG
HEIMILDIR ÞEIRRA
Þangbrands þáttur er varðveittur í þremur gerðum af sama stofni eins
og áður er sagt, í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, Kristni sögu og
Njálu.20 Ólafssögugerð og Kristnisögugerð þáttarins eru náskyldar,
ir Heimskringla (1893-1900) I, bls. 388-9; Laxdœla saga (1889-91), bls. 153;
Islandske annaler (1888), bls. 105, 315 og 464.
18 Árna saga biskups (1972), bls. 50.
19 Færöiske kvæder (1851-5) II, bls. 54.
20 Ólafs saga Tryggvasonar (1958-61) I, bls. 149 og 168; II, bls. 151-60. Hauks-
bók (1892-6), bls. 130-8. Njála (1875), bls. 527-45.