Gripla - 01.01.1977, Side 29
UM KRISTNIBOÐSÞÆTTINA
25
trú með föður sínum,24 og skal það nú skýrt nánar. Þessi Ari Veturliða-
son er hvergi annars staðar nefndur í fornritum og á sér ekkert annað
hlutverk en trúarmótmælanna með föður sínum í Njálu því að einungis
Veturliði er þar látinn falla fyrir hinum kristnu. Sé litið til texta Ólafs-
sögugerðar Þangbrands þáttar um víg Veturliða er þar þetta orðalag
eftir AM 61 fol.: ‘A þvi sama sumri vágu þeir Þangbrandr ok Guðleifr
Ara son Márs s(onar) Vetrliða skalldz i Fliotz hlið vm nið ok guþ last-
an.’ Augljós er brenglunin skalldz en hún virðist gömul við frekari at-
hugun. Lesbrigði í handritum eru athyglisverð. Flateyjarbók hefur: ‘. . .
drapu þeir þangbrandr gudbrand ara son mars (leiðr. úr níals) sonar
vetrlida sonar skalldz . . .’. AM 62 fol. hefur: ‘. . . vagv þeir þangbrandr
ok gvdbrands ara s. máá.s vetrlida skalldz . . .’. í AM 53 fol. og 54 fol.
og Bergsbók er þessi texti ekki brenglaður.23 Villan skalldz virðist hafa
verið í sameiginlegu foreldri AM 61, 62 og Flateyjarbókar. Sams konar
villa virðist hafa orðið þess valdandi að í Njálugerð Þangbrands þáttar
er föðurnafn Guðleifs, ‘Arason’, orðið að syni Veturliða. Ari Veturliða-
son er uppvakningur frá 13. öld sem ekki stenst textagagnrýni.26
Njálugerðin hefur þannig stuðst við gerð þáttarins sem svipaði til
Ólafssögugerðarinnar að þessu leyti. En einnig er ljóst að í Njálugerð-
inni hefur verið bætt við fróðleik um Guðleif Arason sem ekki er að
finna í hinum gerðum þáttarins. Með öðrum orðum hefur höfundur
Njálugerðar þáttarins haft heimild um Guðleif umfram það sem um
hann er sagt í hinum gerðunum. Þannig er t. d. gjörla sagt frá því í
Njálugerðinni þegar Guðleifur vegur Galdra-Héðin við Kerlingardalsá
en dauða Héðins er ekki getið í öðrum gerðum.27
24 Njála (1875), bls. 528.
25 Ólafs saga Tryggvasonar (1958-61), bls. 157. Leshættir eru teknir beint eftir
Flateyjarbók (fyrrum GKS. 1005 fol., nú varðveitt í Stofnun Arna Magnússonar á
íslandi) dálki 219 og AM 62 fol. bl. 47 v a, en höfundur hefur haft aðgang að ljós-
myndum af handritunum.
26 Almqvist (1974), bls. 66-7, hefur íhugað þann möguleika að Ari Veturliða-
son sé misskilningur en telur að svo sé ekki vegna þess að dóttursonur Veturliða á
að hafa heitið Ari skv. Njálu; sjá einnig Maurer (1855-6) I, bls. 395 nmgr., og
Brenner (1878), bls. 83. Einar Ól. Sveinsson (1933), bls. 67-73, hefur bent á að
Þangbrands þáttur í Njálu sé ekki að öllu leyti frá hendi þess sem setti saman
Njálu. Getur því nafn dóttursonar Veturliða í Njálu verið lærður tilbúningur út frá
þættinum.
27 Njála (1875), bls. 533. Ranghermt er í Almqvist (1974), bls. 56, að Njála segi
Þangbrand hafa vegið Héðin.