Gripla - 01.01.1977, Page 44
JÓN HELGASON
ÍGRILLINGAR
í skrifuðum bókum frá 16du og 17du öld er stundum vísað til forn-
rita á þvílíkan hátt að grillir í skinnbækur sem eins vel getur verið að
ekki sé lengur til. Hér verða nefnd dæmi úr tveimur bókum, og skal
tekið fram þegar í upphafi að ekki er feitan gölt að flá.
1
Magnús Jónsson prúði (f 1591) hefur látið eftir sig orðskviðasafn þar
sem upp voru teknir málshættir, spakmæli og heilræði, samtals nálægt
þremur þúsundum. Þetta safn var seint á 18du öld til í tveimur hand-
ritum sem talin voru frá dögum Magnúsar og jafnvel skrifuð af honum
sjálfum; annað hefur verið fyrir vestan, hitt átti Grunnavíkur-Jón í
Kaupmannahöfn, en bæði eru glötuð. Bezt heimild um safnið er JS 391
8vo, uppskrift sem Ólafur Jónsson í Amey hefur gert árið 1780. Orðs-
kviðunum er þar raðað eftir upphafsstaf í fyrsta orði og síðan talningu
innan hvers stafs. Utanmáls em annað kastið nafngreindir frægir menn
úr öðrum löndum, svo sem Aristoteles, Cicero, Lutherus, Seneca,
Solon, Sophocles, og þeim þá eignuð sannmælin, en ekki er þetta svo
að skilja að Magnús hafi tínt upp efni beint úr ritum þessara spakvitr-
inga, heldur hefur hann hagnýtt sér erlend (þýzk) málsháttasöfn. Við
ófáa orðskviði stendur nafnið Magnús, og munu þeir smíð hans sjálfs.
Og enn ber það stundum við að menn kunnir úr fornum íslenzkum
bókum eru bornir fyrir spakmælum; þær griplur má ætla að Magnús
hafi sjálfur hent. Um skinnbókalestur hans vita menn annars það eitt
að hann hefur haft Flateyjarbók í höndum og skrifað upp kafla úr henni
(Lbs. 347 4to).
Nú verða talin í 27 liðum þau snilliyrði sem við eru tengd manna-
nöfn úr fomsögum. Nöfnin em greind frá með tveimur strikum.
Skammstöfuð nöfn eru fyllt í svigum. Blaðsíðutilvitnanir eiga við JS
391 8vo.