Gripla - 01.01.1977, Síða 46
42
GRIPLÁ
27. Þ nr. 230 (bls. 157) Þú hióst Noreg ur hendi mier |j Olafr kongr
Haral(dsson).
Dæmi þessi má flest rekja til alkunnra heimilda. Orðamunur er
nokkur ef miðað er við handbærar söguútgáfur, en ekki hefur þótt taka
því að gera vandlegan samanburð með leit í óprentuðum bókum; bæði
er að vel má vera að Magnús hafi sumsstaðar hnikað til orðalagi og í
annan stað eru dæmin allt of fá og vanburða til að unnt sé að gera sér
vonir um að benda megi á tiltekin handrit sem hann hafi haft fyrir sér.
Þessi fornrit eru notuð:
Egils saga Skallagrímssonar: Nr. 9 (úr kap. 18). í útgáfum stendur:
‘er gott félag at eiga við konung’, en leshátturinn ‘féskipti’ er til í hand-
ritum (AM 560d 4to), og ‘fínt’ má ætla að Magnús hafi sett inn svo
að stæði í hljóðstaf.
Eyrbyggja saga: Nr. 8 (úr kap. 47).
Gísla saga Súrssonar: Nr. 26 (úr kap. 10).
Grettis saga: Nr. 2 (úr kap. 82), nr. 5 (úr kap. 37), nr. 7 (úr kap. 16),
nr. 12 (úr kap. 14), nr. 25. Síðasta dæmið hefur ekki fundizt í prentuð-
um útgáfum.
Hálfdanar saga Brönufóstra: Nr. 11. Dæmið er ekki fundið í sögunni
eins og hún er prentuð í Fornaldarsögum Norðrlanda III, 1830, en
mundi eiga vel heima í 8da kap., þar sem Brana hvetur Hálfdan elsk-
huga sinn að fara frá sér, af því að hún þykist vita að hann uni sér ekki
lengur hjá henni. Gamlar rímur af Hálfdani Brönufóstra eru til á tveim-
ur skinnbókum, og Brönu þar lögð í munn vísa sem hér er tilfærð eftir
báðum: ‘Jllt er þeim æ olund er /alen’, kuad Brana, ‘ok suo fer mier,/
fæ ek þui ecki farit med þier, / forlog vilia ek duelizt hier’ (AM 604c
4to, bls. 82); ‘Illt er þeim med olund er / alin’, kuat Brana, ‘ok ferr
suo mier, / fæ ek þui ecki faret med þier, /forlaug uilia eigi duga hier’
(Perg. 4:to nr 23, bl. 15r). Rímnaskáldið hefur haft málsháttinn í þeim
texta sögunnar sem hann fór eftir, en misskilið orðið ‘óland’.
Háljdanar saga Eysteinssonar: Nr. 10 (úr kap. 3). í prentuðum text-
um sögunnar (Fornaldarsögur III, Saga-Bibliothek 15) er drottningin
nefnd ísgerður.
Hrólfs saga Gautrekssonar: Nr. 3 og 14. Fyrri staðurinn er í útgáfum
‘býsn skal til batnaðar’ (Fornaldarsögur Norðrlanda III 172, Detter,