Gripla - 01.01.1977, Page 47
ÍGRILLINGAR 4,5
Zwei Fornaldarsogur 62), en síðara staðinn er þar ekki að finna. Þor-
björg (eða Þornbjörg) er dóttir Eiríks konungs í Svíþjóð (Uppsölum),
þangað fer Hrólfur Gautreksson, konungur á Gautlandi, til að biðja
hennar, en Eiríkur konungur tekur þessu erindi ekki vel í fyrstu, heldur
gefur í skyn að biðillinn fari með drykkjurugl: ‘kann ek glensyrðum
yðrum Gautanna, at þér talið margt kátligt þá er þér drekkið (Forn-
aldars. Norðrl. III 80), ‘kann ek orðum yðrum Gautanna, at þér talið
mart gleðiligt ok jafnan ómerkiligt þá er þér eruð glaðir með drykk
(Zwei Fornaldars. 19). Hjá Magnúsi prúða er þvílíkast sem grilli í aðra
gerð sögunnar: feðginin í Uppsölum hafi átt með sér tal um bónorðið
og hafi konungsdóttir þá farið um biðilinn og aðra Gauta orðum svip-
uðum þeim sem Eiríkur konungur er annars látinn segja við Hróli
sjálfan.
Hrólfs saga kraka?: Nr. 16 (EdArnam. B, vol. 1, bls. 99). Getur líka
verið úr Snorra Eddu (SnE I 394).
Jómsvíkinga saga: Nr. 22. Sbr. Flateyjarbók I 201 oll strá vildu
oss stanga Nóregs menn’, svipað í öðrum gerðum sögunnar, sem allar
hafa ‘stanga’ (Cederschiöld 1874 bls. 34, Carl af Petersens 1879 bls.
98, sami 1882 bls. 128).
Landnámabók: Nr. 24 (úr Sturlubók kap. 142, ísl. Fornrit I bls.
185).
Laxdœla saga: Nr. 18 (úr kap. 43, ‘mikit er kveðit at . . .’)■ Magnús
hefur að þessu sinni ekki farið eftir Flateyjarbók (‘mikit er kveðit at
Kjartani ok hans kynsmonnum’, I 454). Rithátturinn kiertane (<?/
bundið), sem ekki þarf að vera eldri en frá Ólafi í Arney, er í samræmi
við framburð sem mér minnugri menn og hagspakari hafa sagt mér að
algengur hafi verið í Borgarfirði (og þá líklega einnig víðar um Vestur-
land).
Mágus saga: Nr. 4 og 23, hvorttveggja dæmið úr kap. 12, Fornsogur
Suðrlanda bls. 22.
Njáls saga: Nr. 13 (úr kap. 44), nr. 17 (úr kap. 70), nr. 21 (úr kap.
146). í fyrsta dæmi hafa Njáluhandrit ‘seint’ eða ‘seinna’ (útg. 1875,
bls. 189), og má vera að Magnús hafi breytt í ‘kyrrt’ af sömu ástæðu
sem getið var við Egils sögu. Síðasta dæmið er stytt hjá því sem er í
Njálu (‘kann þat opt verða at þeir menn lifa langan aldr er með orðum
eru vegnir’, og því um líkt, sama útg. bls. 827).