Gripla - 01.01.1977, Síða 48
44
GRIPLA
Ólafs saga Haraldssonar: Nr. 15, nr. 20 og nr. 27. Dæmin geta verið
úr Flateyjarbók (hið fyrsta Flat. II 254, hin tvö Flat. II 310), en eru
einnig í öðrum handritum sérstöku sögunnar og í Heimskringlu.
Þórðar saga hreðu: Nr. 6 (úr kap. 11).
Þá eru enn eftir tvö spakmæli, nr. 1 og 19, sem eignuð eru Óðni, og
getur þar varla verið annarri heimild til að dreifa en Hávamálum.
Hvorugt er í þeim texta þess kvæðis sem varðveitzt hefur í Codice
Regio, en bæði mundu sóma sér þar vel: ‘At morgni skal mey lofa’ væri
áþekk braglína og ‘At kveldi skal dag leyfa’ (Háv. 81) og ‘Opt er vargs
hofuð / at vármorgni’ gæti verið fyrsta og annað eða fjórða og fimmta
vísuorð í erindi með ljóðahætti; vísur sem lúta að veðurfari eru ekki alls
ókunnar úr Hávamálum (74ða er.). Síðari orðskviðurinn mun merkja
að veðurhorfur sé oft illar á vormorgnum (en vonir til að betur rætist
úr þegar á daginn líður?); hann hefur komizt inn í síðari málshátta-
syrpur, líklega í fyrstu frá Magnúsi prúða, og mun forsetningin þá
jafnan ‘á’, ekki ‘at’ (þannig m. a. í safni Guðmundar Jónssonar, 1830,
bls. 256).
Um svo ósamstæða vísnasúpu sem Hávamál má telja handvíst að
meðferð hefur verið mjög mismunandi meðan kvæðið geymdist í minn-
um manna, og hafi það verið skrásett oftar en einu sinni má gera ráð
fyrir að þeir textar hafi verið næsta ólíkir.
Nú vill svo undarlega til, að grillir í Hávamál á skinnkveri einmitt á
slóðum Magnúsar prúða, að vísu þó ekki fyrr en um það bil hundrað
árum eftir lát hans. Magnús kennir sig sjálfur árið 1589 við tvo staði,
‘at Haga á Barðaströnd og Rauðasandi’ (AM 702 4to). Prestur á
Rauðasandi á síðustu áratugum 17du aldar var Jón Ólafsson, hann var
bókamaður og hefur skrifað upp handrit. Þegar Árni Magnússon var
sem ákafast að reyna að tína saman tvístruð blöð úr Reykjarfjarðarbók
Sturlungu, sneri hann sér meðal annarra til séra Jóns og fekk frá honum
það svar 1699 að fyrir tíu árum, 1689 eða 90, hefði séra Jóni borizt
fyrir sjónir eitt slíkt blað sem lagt var utan um gamalt pergamentskver í
litlu broti, og voru á kverinu latneskar bænir með nokkurum Davíðs
sálmum, ‘Item háfa mál’ (Arne Magnussons Private Brevveksling 344).
Hávamál á gömlu skinnkveri, getur verið að Árni Magnússon hati
látið slíka frétt eins og vind um eyrun þjóta? Því kann enginn að svara;
það eitt er víst að hvergi er til vísbending um að hann hafi nokkuru
sinni komizt yfir þvílíkt kver. Minja þess hefur engra orðið vart, nema