Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 52
48
GRIPLA
menntasögu, enda hafa fræðimenn óspart hampað mikilvægi hennar.
Finnur Jónsson segir t. a. m. í bókmenntasögu sinni:5 ‘Overskriften
giver os denne værdifulde og for árstallets vedkommende enestáende
oplysning, at sagaen i áret 1226 “efter kong Hakons bud blev oversat
af broder Robert”. Der er vel næppe nogen grund til at betvivle rig-
tigheden heraf. Denne Robert — der mulig har været en Englænder
— má antages at have opholdt sig allerede længe i Norge inden over-
sættelsen foretoges. H0rte han máske til Hoved0ens kloster?’ Sterkast
kveður þó Paul V. Rubow að orði:6 ‘Af dette Digterværk har vi netop
en oldnordisk Bearbejdelse, som ved en vidunderlig Skæbnens Til-
skikkelse er baade forfatter- og tidsbestemt . . . Der burde et Sted
oprejses ham en Statue, thi han er efter al Sandsynlighed Grundlægger
af den oldnordiske Underholdningslitteratur i Prosa.’
Því miður er ekkert um bróður Róbert vitað. Nafnið kemur ekki
annars staðar fyrir í þessari sömu mynd, en í lok Elis sögu og Rósa-
mundu í norska handritinu Uppsala De la Gardie no. 4-7 fol. stendur:7
en roðbert aboti sneri. ok Hakon konungr son Hakonar konungs.
lét snua þessi nórrónu bok. yðr til skemtanar. Nu gefi guð þæim
er þessa bok sneri. ok þessa ritaði. þessa hæims gratiam. en i sinu
riki sanctorum gloriam(.) amen(.)
Rudolf Keyser og Carl R. Unger töldu í útgáfu sinni á Strengleikum
ekki ólíklegt að bróðir Róbert hefði þýtt það verk,8 en Gísli Brynjúlfs-
son var þeirrar skoðunar að bróðir Róbert og ábótinn Roðbert væri
einn og sami maðurinn; munkurinn hafi hækkað í tign og sé orðinn
ábóti þegar Elis saga var rituð.8 Undir þessa skoðun tóku Eugen
Kölbing og Finnur Jónsson.10 Gísli Brynjúlfsson taldi einnig sennilegt
5 Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie2 (K0benhavn 1920-24) II,
953. Peter Hallberg tekur undir þessa skoðun í nýlegri grein og segir, að Tristr-
ams saga hafi ‘a key position in saga scholarship, as it provides us not only with
a translator’s name but also with a date’, sbr. Is there a ‘Tristram-Group’ of the
Riddarasögur. SS 47 (1975), 1.
6 Smaa kritiske breve (Kpbenhavn 1936), 21.
7 Tekið upp eftir handritinu, Upps. De la Gardie no 4-7 fol., 17rb.39-17va.5;
sbr. Elis Saga ok Rosamundu, hrsg. v. E. Kölbing (Wiesbaden 1971, Neudruck der
Ausgabe 1881), 116. Kölbing leysir upp .H. sem Hakons.
8 Sbr. Strengieikar eða Lioðabók (Christiania 1850), xii.
9 Sbr. Saga af Tristram, 392, 415.
10 Sbr. Elis Saga, vii, Den oldnorske II2, 954.