Gripla - 01.01.1977, Síða 53
49
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
að bróðir Róbert hefði verið Orkneyingur og að öllum líkindum sá
hinn sami sem nefndur er í Magnúss sögu lengri.11 Finnur Jónsson áleit
sennilegast, eins og reyndar fram kemur í tilvitnuninni hér að framan,
að Róbert þessi hefði verið Englendingur. Henry Goddard Leach bendir
á að nafnið sé anglo-normanskt, en nafnberinn kynni þó að hafa verið
enskur.12 LFndir þessa skoðun tekur Rubow,13 en Paul Schach telur
sennilegt að bróðir Róbert hafi verið enskur klerkur.14 Ludvig Holm-
Olsen telur í bókmenntasögu sinni ekki ósennilegt að bróðir Róbert
hafi átt til enskra eða anglo-normanskra að telja, en af máli og stíl
Tristrams sögu sé ekki unnt að sjá að erlendur maður haldi á penna,
þýðandinn hljóti að hafa alist upp á norrænu málsvæði.lj
Fræðimenn hafa eignað bróður Róbert ýmis verk í sama anda og
Tristrams saga. Eins og fyrr segir töldu Keyser og Unger hann vera
líklegan þýðanda Strengleika. Þessu andmælti Rudolf Meissner í sínu
merka verki um það rit.16 Gustaf Cedersciöld og Fredrik A. Wulff álitu
hann hafa þýtt Möttuls sögu og að sömu skoðun hölluðust Kölbing og
Gísli Brynjúlfsson,17 en hinn síðamefndi eignaði honum einnig Parce-
vals sögu og Valvers þátt.18
Nýlega hafa Peter Hallberg og Schach kannað rækilega málfar og
stíl þessara sagna. Hallberg tekur fram, áður en hann hefst handa um
rannsókn á stíl og orðaforða fyrrgreindra sjö riddarasagna, að:19
‘Broder Roberts befattning med alla dessa sju texter ár naturligtvis
ytterst hypotetisk.’ Schach álítur að auk Tristrams sögu hafi bróðir
Róbert snúið Elis sögu og Strengleikum. Hann bendir á, að rannsókn
Meissners á heimildum og efnismeðferð Elis sögu annars vegar og
11 Sbr. Saga af Tristram, 416.
12 H. G. Leach, Angevin Britain and Scandinavia (Cambridge Mass. 1921),
179-181.
13 Smaa kritiske breve, 21.
14 Some Observations, 115-116.
15 Sbr. Norges Litteratur Historie I (Oslo 1974), 137.
16 Sbr. Die Strengleikar (Halle a.S. 1902), 297.
17 Sbr. Versions nordiques du fabliau frangais (Lund 1877), 46; sbr. Elis saga,
vii; sbr. Saga af Tristram, 415.
18 Ummæli Gísla hljóða svo: ‘thi deres Stil er hverken værre eller bedre end
Tristrams- og Elissagas’, tilv. rit, 415.
19 Norröna riddarasagor. Nágra sprákdrag, ANF (Arkiv för nordisk filologi)
86 (1971), 115; sbr. einnig Is there a ‘Tristram-Group’, 1: ‘The reasons for such
an attribution have been rather general or hypothetical.’
Gripla 4