Gripla - 01.01.1977, Síða 54
50
GRIPLA
Strengleikum hins vegar geti sýnt að sami maður hafi um vélt, gagnstætt
því sem Meissner hafði sjálfur haldið fram.20 Ég mun síðar víkja að
rannsóknum þeirra Schachs og Hallbergs. Mattias Tveitane virðist í
útgáfu sinni á De la Gardie 4-7 hallast að skoðun Meissners. Hann
telur þá fræðimenn sem álíta bróður Róbert þýðanda Strengleika vera
‘moving entirely in the realm of conjecture’.21
Þrátt fyrir þessar bollaleggingar fræðimanna um bróður Róbert,
hefur enn ekki verið svarað hinni skrúðmiklu spurningu Leachs:22 ‘Who
was this saga-man, this Robert, who first planted the rose of romance
in the stony garden of the North?’ Klausan framan við Tristrams sögu
vekur reyndar enn tvær spurningar: 1) Má kalla hana formála eins og
svo margir fræðimenn hafa gert?23 2) Hversu áreiðanleg er hún sem
bókmenntasöguleg heimild? Þessum spurningum ætla ég að reyna að
svara.
2
Ef reynt væri að skýrgreina hugtakið formáli, mætti segja:24 Formáli
kallast upphafsþáttur ritverks eða einhvers hluta þess, þar sem höf-
undur, þýðandi, ritstjóri og/eða safnandi gerir grein fyrir því efni sem
á eftir fer.
Fyrir flestum bókmenntategundum á miðöldum stendur formáli, en
því fer fjarri að hann sé fyrir þeim öllum, enda virðast sumir málskrúðs-
fræðingar miðalda hafa gert ráð fyrir að honum mætti sleppa.25 Þeir
20 Sbr. Schach, Some Observations on the Translation of Brother Robert, Les
relations littéraires franco-scandinaves au moyen áge (Paris 1975), 118.
21 CCN (Corpus Codicum Norvegicorum Medii Aevi) IV (Oslo 1972), 32.
22 Angevin Britain, 178-179.
23 Bæði Finnur Jónsson og Gísli Brynjúlfsson nefna þetta ‘overskrift’, sbr. Den
oldnorske II2, 953, Saga af Tristram, 3, 1. nmgr.; Kölbing bendir á, að sagan byrji
‘in medias res’, sbr. Tristrams Saga, xvii. Holm-Olsen og Hallberg kalla klausuna
‘prologum’, sbr. Norges Litteratur Historie I, 132, Norröna riddarasagor, 114;
Schach kallar hana ýmist ‘introduction’, sbr. Some Observations, 102 eða ‘prefa-
tory comment of the translator’, sbr. An Excerpt, 88 eða þá ‘prologue’, sbr. Tlie
Saga of Tristram and ísönd (Nebraska 1973), xvii; E. F. Halvorsen kallar og
klausuna ‘preface’, sbr. Tlie Norse Version of the Chanson de Roland (Biblioth.
Arnam. XIX, Kþbenhavn 1959), 18.
24 Sjá nánar um hugtakið ‘formáli’, Sverrir Tómasson, Formálar íslenzkra
sagnaritara á miSöldum (Reykjavík 1971, vélrit í vörslu Háskólabókasafns), 4-8.
25 Sbr. H. Lausberg, Handbuch der literarischen Rhetorik (Miinchen 1960) I,
162.