Gripla - 01.01.1977, Síða 58
54
GRIPLA
hann hefer ei heyrt. enn sa madur er vitur er og morg dæmi veit
honum þikker ecki vndarlight er skilning hefer til hversu verda ma
enn faiR man suo fródur er þui einu skal trua er hann hefer sied
enn sumer menn eru suo heimsker ath þui sijdur meiga þeir skilia
þat er þeir hafa nysied edur nyheyrt enn vitrer menn þott þeir hafe
spurn eina til enn er fra lijdur nockura stunnd þa er heimskumm
manne sem hann hafe vsied edur vheyrt. Enn soghur frá gofgumm
monnum er nv fyrer þui nytsamligar ath kunna ath þær syna monn-
um dreingligh verk og fræknlighar frammkuæmder enn vand verk
þydazt af leti og greina þau suo gott fra illu hveR er þat vill riett
skilia þat er samþycke margra manna suo ath einn madur maa
gledia þa marga stund enn flester skemtanar leikar eru setter med
erfide enn sumer med miklum fekostnadi sumer verda eigi algerfuir
nema med mannfiaulda. sumer leikar eru fæRa manna skemtan og
standa skamma stunnd. sumer leikar eru med mannhættu, enn
sagna skemtan edur kuæda er med onghum fekostnade edur mann-
hættu, maa einn þar skemta morgumm monnumm sem til wilia
hlyda þessa skemtan ma og hafa vid faa menn ef vill hun er iafn-
buinn nott sem dagh og huart sem er liost eda myrkt. enn þat er
heimskligtt ath kalla þat lyge er hann hefer ei sied edur heyrt enn
hann veit þo ecke annat sannara vmm þann lut(.)
Þetta geta varla kallast heimspekilegar vangaveltur, aðeins sneitt að
heimskum mönnum. Þiðriks saga hefur verið talin skrifuð um miðbik
13. aldar.38 Þýskir kaupmenn eru þá farnir að seilast til áhrifa í norskri
utanríkisverslun. Og það eitt, að sagan hafi verið samin eftir þýskum
kvæðum, gæti bent til þess að þýskra áhrifa hafi gætt víðar en í kaup-
sýslu.39 En formáli Þiðriks sögu segir harla lítið um áheyrendur eða
hver sé ritbeiðandinn. í formála Möttuls sögu og Strengleika er sagt
berum orðum að þýðingin sé gerð að forsögn Hákonar konungs. Það er
einnig gert í klausunni framan við Tristrams sögu. En með því að bera
þessa formála saman við klausuna, er ljóst, að miðað við þá, getur hún
ekki talist formáli.
38 Sbr. J. de Vries, Altnordisclie Literaturgeschichte I—II2 (Berlin 1967) II, 514.
Halvorsen tímasetur söguna ekki svo nákvæmlega, sbr. KLNM III, 74: ‘Sagaen má
være overs. i Hákon Hákonssons tid (1217-63).’
39 Sjá um þetta efni, A. Holmsen, Norges liistorie3 (Oslo 1961), 297-302.