Gripla - 01.01.1977, Side 60
56
GRIPLA
nokkuRÍ skemtanar vissv kvnnikt uerða . . . Enn sáí sem norenaði
kennandi sinn fatekdóm ok vanfæri tok þetta verk meÍR upp æ sik
af boðskap ok forsogn fyR sagðz uirðuligs herra . . .
Enn fremur er þannig kveðið í Duggals leiðslu:45
Þat synir oss þessi bok. Hakon konungr or latinu tok ok let
noræna . . .
í Guðmundar sögu Arngríms er þess getið að Hákon konungur Sverris-
son sé þýðandi Barlaams sögu og Jósafats:46
Þat var í upphafi ríkis herra Hákonar konúngs Sverrissonar . . .
Hákon konúngr úngi hefir verit hinn mesti höfðíngi ok hófsemdar-
maðr, ok allt á ísland lifir hans verka, þat er hann hefir snarat,
meðr einkanligum stíl, sögu Barlaam ok Josafat . . .
Þess ber að gæta að á miðöldum er mjög algengt að konungum sé
eignuð forsögn bókmenntaverka og varar Ernst R. Curtius við því að
leggja trúnað á þau ritklif.47 En sérhvert ritklif er tvíhverft; mun erfið-
ara er að sýna fram á að það sé marklaust en leggja á það trúnað, enda
er það svo, að flestir þeir sem bókmenntasögur semja, treysta slíkum
45 Heilagra manna s0gur, udg. af C. R. Unger (Christiania 1877) I, 329. Af
formála þessum verður ekki séð, hvort Hákon konungur hafi sjálfur þýtt söguna
eða látið þýða hana, sbr. lesbrigðið úr AM 681 4to c: ‘sama synir Hakon konungr
i bok sinne, er ur latinu snere.’ Vafasamt hefur verið talið að formáli þessi sé jafn-
gamall verkinu. Flestir fræðimenn eru þó þeirrar skoðunar að átt sé við Hákon
gamla Hákonarson. Sjá um þetta efni, Hallvard Lie, KLNM VIII, 583; Jón Helga-
son, Norges og Islands digtning (Nordisk Kultur VIII: B, Kpbenhavn 1953), 159;
Stefán Karlsson, KLNM XV, 693. Um þennan formála vonast ég til að geta
fjallað síðar.
46 Biskupa sögur, útg. af Guðbrandi Vigfússyni (Kaupmannahöfn 1878) II, 54.
Augljóst er af þessari tilvitnun að menn hafa snemma ruglast í ríminu; ekki gert
greinarmun á Hákonum. Um er að ræða: Hákon Sverrisson (d. 1204), Hákon
Hákonarson gamla (d. 1263), Hákon Hákonarson unga (d. 1257), en honum var
gefið konungsnafn 1240, Hákon hálegg Magnússon (d. 1319); Hákon yngri Magn-
ússon (d. 1380) er ekki orðaður við bókmenntastarfsemi, en Magnús lagabætir
Hákonarson (d. 1280) kemur þar nokkuð við sögu. Fræðimenn eru nú sammála
um að í tilvitnuninni hér að ofan sé átt við Hákon unga Hákonarson, sbr. Halvor-
sen, The Norse Version, 22; H. Magerpy, KLNM I, 343-44.
47 Sbr. E. R. Curtius, Europaische Literatur und lateinisches Mittelalter (Bern
1948), 93: ‘Unzáhlige mittelalterliche Autoren versichern, sie schrieben auf Befehl.
Die Literaturgeschichten nehmen das als bare Miinze. Doch ist es meistens nur
ein topos.’ Þetta hefur verið gagnrýnt, sjá G. Simon, tilv. rit I, 59-60.