Gripla - 01.01.1977, Page 61
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
57
ummælum og slá ekki varnagla um heimildargildið. En að því leyti eru
þessir póstar hér að framan frábrugðnir fyrrgreindu ritklifi, að það eru
sjaldnast þýðendurnir sjálfir sem skýra frá því hver hafi beðið um
verkið. Gefa verður því gaum hvar í handritunum eða textunum þessa
vitneskju sé að finna. Formáli Stjórnar er varhugaverð heimild um
bókmenntastörf við hirð Hákonar háleggs. Bygging formálans er frá-
brugðin venjulegum formálagerðum og auk þess er þennan formála
aðeins að finna í AM 226 fol. og AM 227 fol., en í NRA 60A, sem
flutt hefur verið út til Noregs og ritað er með sömu hendi og AM 227
fol., hefur formálinn aldrei staðið.48 í Gyðinga sögu, ívents sögu og
Maríu sögu má kalla þessa pósta baktitla; klausan í lok Elis sögu er
einnig greinilega baktitilh Þekktar eru og þessar línur í lok Ólafs sögu
Tryggvasonar eftir Odd munk:49
Her lykr nu sogu Olafs konongs er at retto ma kallazt postoli norð-
manna. þessa sogu ritaði oc setti oddr munkr til dyrðar þessom
hinom agæta konongi oc til minnis þæim monnom er siðar ero oc
til froðlæiks þæim monnum er vita vilia slik stormærki. þo at æigi
se sagan saman sett með mikilli malsnilld.
Baktitil þennan er ekki einungis að finna í De la Gardie no. 4-7
48 Um heimildargildi formálans að Stjórn hefur Selma Jónsdóttir fjallað í bók
sinni, Lýsingar í Stjórnarhandriti (Reykjavík 1971), 49-53 og 54-60; hún vitnar
fyrst til Ungers um brotið NRA 60A, sem hélt, að formálinn hefði staðið í innri
dálki á haegri síðu brotsins, en síðan hefur Selma eftir Stefáni Karlssyni: ‘að brotið
sé aðeins úr efsta hluta ytri dálks, og þar sem formálinn fylli um það bil Vs af
ytri dáiki (auk innri dálks) í 226 og hálfan ytri dálk í 227, sem bæði séu með
stærstu handritum, megi fullyrða að formálinn hafi ekki verið í NRA 60A. Er
þannig bersýnilegt að skrifararnir að 227 hafa ekki látið formálann fylgja öllum
eintökunum, sem þeir skrifuðu. Auðvitað verður ekki fullyrt, að formálinn hafi
ekki átt að koma seinna (lýsing sögustafsins A í upphafi textans í NRA var aldrei
fullgerð), en eins má vera að hann hafi ekki verið talinn óaðskiljanlegur hluti text-
ans’, 51. Þessar skýringar geta skýrt nokkuð einn þátt í bókagerð skrifara á mið-
öldum, en þær hrökkva ekki til að ákvarða heimildargildi formálans. Enn fremur
eru útskýringar Selmu á hefðbundnum ritklifum bæði í formála Stjórnar og annars
staðar byggðar á misskilningi. Ég vonast til að geta gert nánari grein fyrir bygg-
ingu og heimildargildi Stjórnarformálans í væntanlegu riti um íslenska og norska
rithefð á miðöldum.
49 Dela Gardie 4-7, 2rb. 36-40, sbr. CCN IV; sjá einnig, Saga Óláfs Tryggva-
sonar af Oddr Snorrason munk, udg. af Finnur Jónsson (Kpbenhavn 1932), 242-
243, 261.