Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 62
58
GRIPLA
heldur líka í AM 310 4to og Perg. 4to nr. 18. í tilvitnuninni úr De la
Gardie 4-7 stendur, þessa sogu ritaði oc setti oddr munkr, en í AM
310 4to er aðeins að finna: sua ritaði Oddr muncr. Þetta mætti túlka
þannig að Oddur hefði upphaflega aðeins verið skrifari. Önnur heimild
kveður upp úr hver sé höfundur sögunnar:50
Suo segir brodir Oddr er flest hefir kompnat a latinu annarr madr
en Gunnlaugr af Olafi konungi Trygguasyni . . .
í fyrrgreindum baktitli kemur ekki fram hver hafi skrifað eða hvenær
það hafi verið gert. Sjaldgæft er að rekast á slíka vitneskju í vestur-
norrænum handritum.51 Nokkur dæmi eru þó kunn. Stefán Karlsson
nefnir í grein sinni, Fróðleiksgreinar frá tólftu öld, þrjú gömul dæmi,
þar sem rit eru ársett.52 Eitt þeirra er úr Prestatali í Gks 1812 4ÍO:53
Presta nofn þessi voro ritoð þa er þeir lifþv aller á dögvm þeirra.
ketils oc magnvs byscopa islendinga oc vilmvndar abóta at þing-
eyrvm. m.c.xliii. vetrvm eptir bvrð cristz at alþyþv tali.
Hin dæmin eru úr Heimsöldrum sem Stefán telur sennilegt að Ari
fróði hafi samið. Þau hljóða svo:54
þá er m c xxx vetra voru geinginn fra burd christz. og siá alldar-
tala var skrifud:
Enn nú er m.c.xxx og vij ár geinginn frá Burd christz ad almanna-
tali. er þetta var (first) skrifad:
Önnur dæmi um ártöl í baktitlum eru frá 14. og 15. öld. Annað stendur
í lok jarteinar, sem kölluð hefur verið Atburðr á Finnmork og hljóðar
svo:55
50 Flateyjarbók, udg. af Guðbrandr Vigfusson og C. R. Unger (Christiania
1860) I, 516.
51 Sjá um skrifaravísur m. a. Jan Öberg, KLNM XV, 684-689, Stefán Karlsson
KLNM XV, 693. Sbr. einnig A. Micha, Uberlieferungsgeschichte der französi-
schen Literatur des Mittelalters, Geschichte der Textiiberlieferung (Ziirich 1964)
II, 194; sbr. W. Wattenbach, Das Schriftwesen im Mittelalter (Graz 1958), 519-
523.
52 Stefán Karlsson, Fróðleiksgreinar frá tólftu öld, Ajmœlisrit Jóns Helgasonar
(Reykjavík 1969), 328-349.
53 Dæmið er hér tekið upp úr Dl (Diplomatarium Islandicum, Kaupmannahöfn
1857-76) I, 186.
54 Sbr. Stefán Karlsson tilv. rit, 332, 333.
55 Alfroeði I, udg. for S.T.U.A.G.N.L. ved Kr. Kálund (K0benhavn 1908), 59.