Gripla - 01.01.1977, Page 66
62
GRIPLA
Her hefr vpp konvngabok eptir savgn ara prestz froda Oc héfr
fyrst vm þridivnga. skipti heímsins. Enn siðan fra avllvm noregs
konvnGvm(.)
í Jöfraskinnu segir hins vegar svo:69 ‘Konunga sogur eru hér ritaðar.’
Óvíst er hvort þessi fyrirsögn er frá forritinu runnin. En Bjarni Aðal-
bjarnarson var ekki í neinum vafa um heimildargildi fortitilsins í Fríss-
bók. Hann segir einfaldlega að á orðunum ‘eptir sogn Ara fróða’ verði
alls ekkert mark tekið.70 Með öðrum orðum: ekki er unnt að treysta
ummælum bak- eða fortitla, eftir- og formála, nema því aðeins að til
komi önnur vitneskja eða innri rök sem styðja gildi heimildarinnar.
5
Þegar sagnaritarar á miðöldum skrifuðu um atburði líðandi stundar
eða foma viðburði nægði þeim ekki að vitna til sjónar- eða heyrnar-
votta; þeir urðu einnig að gefa yfirlýsingu um að frásögn þeirra væri
sönn. Starfsbræður þeirra sem skemmtunarsögur sömdu, lýstu því
einnig yfir að þeir segðu sannindin ein, jafnvel þótt augljóst væri að
sagan væri fjarri öllum vemleik áheyrenda.71 í upphafi eða í lok sög-
unnar var þá gjarnan gerð grein fyrir uppdiktuðum uppruna hennar.72
Ritklif af þessu tagi eru alkunn. Taka má sem dæmi fortitil Gunnlaugs
sögu Ormstungu í Perg. 4to nr. 18:73
Saga þeira Hrafns ok Gunlaugs ormstungu eptir þi sem sagt hefir
Ari prestr enn frodi Þorgilsson er mestr fredimadr hefir verit a
íslande a lannams sogur ok forna fredi.
Fræðimenn eru nú á einu máli um að Ari fróði eigi engan þátt í samn-
ingu Gunnlaugs sögu. Björn M. Ólsen áttaði sig á því hvers vegna sagan
68 Sbr. AM 45 fol., 2va.4. Eftirtektarvert er hve líkur þessi titill er titlinum á
Uppsala-Eddu. Hugsanlegt er að skrifarinn hafi haft þessi orð Snorra í huga: ‘ok
þykkir mér hans sggn oll merkiligust.’
69 Tekið upp eftir ÍF (íslenzk fornrit) XXVI, v.
70 Sama rit, sama stað.
71 Sjá um þetta efni, Sverrir Tómasson, Formálar íslenzkra sagnaritara, 179-
186.
72 Sbr. H. J. Chaytor, From Script to Print2, 86.
73 Þessi titill stendur aðeins í Perg. 4to nr. 18. Tekinn hér upp eftir Gunnlaugs
saga ormstungu, udg. for S.T.U.A.G.N.L. ved Finnur Jónsson (Kþbenhavn
1916), 1.