Gripla - 01.01.1977, Page 67
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
63
yar eignuð Ara. Hann taldi þetta gjört til þess að74 ‘give Fortællingen
et st0rre Præg af historisk Sandhed ved at stille den under Are’s mæg-
úge Autoritet’. Bjöm M. Ólsen áleit enn fremur að þarna hefði höf-
undur sögunnar verið að verki en ekki skrifari handritsins.75 í inngangs-
orðum Clari sögu kemur ritklifið einnig fyrir:76
(Þ)ar byrium vær vpp þersa frasógn sem sagdi virduligr herRa jon
byskup haldorsson agætrar aminningar. enn hann *fann hana
skrifada med latino j franz j þat form er þeir kalla rithmos enn
vær kóllom hendingom ok byriar svo.
A þessum inngangsorðum er sama hönd og fortitli Ólafs sögu Tryggva-
sonar í Bergsbók, hönd A.77 Stefán Karlsson telur að óvíst sé að þessi
mngangsorð séu eldri en handritið Perg. 4to nr. 6. Hann álítur einnig
að ekki sé unnt að girða fyrir það að ritari Perg. 4to nr. 6 og Bergs-
bókar sé höfundur hvorstveggja og verði að taka inngangsorðum Clari
sögu með sömu varúð og fortitli Ólafs sögu Tryggvasonar.78 En hvort
sem þessi ritari (A) hefur sjálfur samið þessi orð eða skrifað þau upp
eftir forriti, má ætla að hann hafi verið vel að sér um bókmenntalega
hefð. Hann hefur t. a. m. skrifað baktitil ívents sögu og sennilegt má
telja, að formáli Möttuls sögu hafi verið skrifaður af honum.79
Sams konar ritklif og kemur fyrir í Clari sögu er einnig að finna í
formála fyrir þætti af Ólíf og Landrés í B gerð Karlamagnúss sögu:80
Saga þessi er hér byrjast er eigi af lokleysu þeirri, er menn göra sér
til gamans, heldr er hon sögð með sannendum, sem síðar man
birtast. Fann þessa sögu herra Bjami Erlingsson or Bjarkey ritaða
ok sagða í ensku máli í Skotlandi, þá er hann sat þar um vetrinn
eptir fráfall Alexandri konungs.
4 Om Gunnlaugs saga ormstungu (K0benhavn 1911), 12.
Sama rit, sama stað.
l>er8- 4to nr. 6, 128v. Sbr. Clári saga, hrsg. v. G. Cederschiöld (Halle a. S.
t- 'fann, virðist vera skrifað íam.
'7 Sbr. Stefán Karlsson, Perg. fol. nr. 1, Opuscula III, 76; D. Slay, EIM (Copen-
bagen 1972) X, 21.
I bréfi til mín, dags. 13.1. 1977.
Hönd A hefur bæði skrifað það sem varðveitt er af Möttuls sögu í Perg. 4to
ii. 6 og einnig brotið, AM 598 4to 1 a, en formálinn er tekinn upp eftir uppskrift
°ns Erlendssonar af Perg. 4to nr. 6 meðan það var heilt.
Karlamagnus saga ok kappa hans, udg. af C. R. Unger (Christiania 1860), 50.