Gripla - 01.01.1977, Page 68
64
GRIPLA
íslenskir og norskir sagnamenn eru ekki einir um að færa sér þetta
ritklif í nyt. Til samanburðar má taka eftirmálann fyrir Trojumanna
sögu eftir Beneoit de Sainte-Maure:81
Si vos ai ore menee a fin la vraie estoire de Troie, selonc ce que
ele fu trovee escritte en l’almaire de Saint Pol de Corrinte en
grezois langage, et dou grezois fu mise en latin, et ge la translatai
en franqois, non pas par rimes ne par vers, o il covient par fine
force avoir maintes mengognes, com font ces menestriers qui de
lor lengue font maintes fois rois et amis solacier, de quoi il font
sovent lor profit et autrui doumage, mais par droit conte, selon ce
que ge la trovai, sanz rien covrir de verité ne de mengogne de-
moustrer, en tel mainiere que nus ne poroit riens ajoindre ne
mermer que por veraie deiist estre tenue.
Höfundur franska textans diktar hér upp uppruna hans til að auka á
sanngildi fræðisins. Um leið hnýtir hann í ménestrels og segir þá fara
með lokleysu. Þannig lyftir hann upp efninu. Hið sama vakir fyrir þeim,
sem prjónað hefur formála framan við þáttinn af Ólíf og Landrés.
Rökin fyrir sannindum frásagnarinnar eru fólgin í ummælunum um, að
sagan hafi fundist rituð. Þar að auki hefur herra Bjami fundið hana, og
ekki dregur það úr áhrifamætti orðanna. Og á sama hátt og hinn franski
höfundur notar sá íslenski tækifærið til að bregða öðrum skemmtunar-
sögum um ósannindi. íslensku ritklifin nefna til veraldarhöfðingja, en
í franska eftirmálanum er Páll postuli orðaður við upphaflegu söguna.
Bæði Jón Halldórsson og Bjami Erlingsson eru kunnir af öðrum
heimildum. Bjarna er getið fimm sinnum við stjórnarerindi á Bretlands-
eyjum,82 en Jón stundar að öllum líkindum annaðhvort nám í París eða
Bologna,83 áður en hann kom til Skálholtsstaðar. Hann er og bendlaður
81 Roman de Troie, ed. L. Constans (Anciens textes frangais, Paris mdcccxii)
VI, 268. Sbr. H. J. Chaytor, tilv. rit, 86. Texti þessa eftirmála er spilltur mjög í
handritinu. Leiðréttingar L. Constans og H. J. Caytors eru hér ekki merktar sér-
staklega.
82 Sjá m. a. um þetta efni, Hamilton Martin Smyser, The Middle English and
the Old Norse Story of Olive, PMLA 56:1 (March 1941), 69-84 og þar tilvitnuð
rit; sbr. Bjarni Vilhjálmsson, Karlamagnús saga (Reykjavík 1950) I, xx-xxi.
83 Sbr. Cederschiöld, Clári saga, xxvii-xxix; Alfred Jakobsen, Studier i Clarus
saga, Árbok for universitetet i Bergen. Humanistisk serie 1963. No. 2 (Bergen
1964), 17-19 og þar tilv. rit. Sbr. 84. nmgr.