Gripla - 01.01.1977, Síða 69
65
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
við aðrar skemmtunarsögur, en um raunverulega hlutdeild hans í ritun
þeirra er allt óljóst.84 Erlendar heimildir þessara ofangreindu tveggja
sagna hafa ekki fundist.83 Nú er það alkunna að mörg miðaldaverk
hafa glatast, en þegar saman fara ritklif um uppruna sagnanna og að
heimildin finnst ekki, er vart unnt að komast hjá því að bera brigður á
að rétt sé frá því skýrt hvernig tilurð þeirra var háttað.8b
6
Eufemiuvísurnar eru dæmigerðar yfirstéttarbókmenntir. Það eru nor-
rænu riddarasögurnar líka, a. m. k. þegar þær koma fyrst fram. í þessum
verkum endurspeglast hugmyndaheimur háaðalsins, hin hæversku trú-
arbrögð konunga og hertoga á miðöldum. Það er því eðlilegt að þeir
stuðli að því að þessi verk séu samin, og víst er, að suður í álfu eru þau
saman sett þeim til skemmtunar og eftirdæmis.87 Ætla verður einnig að
þeir sem sagðir eru hvatamenn þessara verka hér nyrðra, hafi samið
sig að háttum valskra höfðingja, sama hæverskan ríki í norðri sem í
suðri. Vegna þess er rétt að líta í heimildir um hirð og hirðlíf norskra
84 Sbr. Biskupa sögur II, 223; íslendzk œventýri, hrsg. v. H. Gering (Halle a. S.
1882-3) II, xxii. Jakobsen, Studier, 20-21 og þar tilv. rit. Hans Bekker-Nielsen
virðist þó ekki velkjast í neinum vafa. Hann segir: ‘Sagaen, som er en overssettelse
eller gendigtning af en latinsk original, der ikke længere kendes, skal baade efter
traditionen og i fplge moderne underspgclser være blevet skabt af Jón Halldórsson
— sandsynligvis mens han i sin ungdorn opholdt sig i Paris omkring aar 1300.
Sbr. Historien om biskop Jón til Skálliolt (Skjern 1964), 13.
85 Cederschiöld gat sér þess til að Jón Halldórsson hefði þytt söguna ytra og
tekið með sér til Noregs, sbr. Clári saga, xxvii—xxix. Jakobsen segir svo um þetta
atriði: ‘Na har det ikke lykkes forskerne & grave fram dette diktet, men en behþver
naturligvis ikke dra innledningens pálitelighet i tvil av den grunn. Hann bendir á
að finna megi ‘mange eksempler pá at den utenlandske original til norrpn over-
settelse er ukjent’ og nefnir t. d. Ricars Ijóð í Strengleikum, Partalópa sögu og
spesielle versjonen av det franske diktet som ligger til grunn for Bevers saga,
Studier, 17. Rétt er að minnast á það hér að latínuborið mál þarf ekki að vera
vottur þess að saga hafi upphaflega verið skrifuð á latínu.
86 Ég vil minna á, hvernig ritklif þetta er notað í t. d. Sigurðar sögu fóts, Jarl-
manns sögu og Hermanns, sbr. Late Mediaeval Icelandic Romances (Editiones
Arnamagnæana. Series B 22, Copenhagen 1963) III, 233, 3. Reyndar má líka
skoða tilvísun til Hákonar Magnússonar í Viktors sögu ok Blávus á þennan hátt,
slá 34. nmgr.
8' Sjá um þetta efni: M. Tveitane, CCN IV, 33-34 og þar tilv. rit.
Gripla 5