Gripla - 01.01.1977, Side 70
66
GRIPLA
konunga á 13. öld. Hákon Sverrisson er mjög skamma stund við völd;
hann deyr ungur og hefur því tæpast getað látið hirðmenn sína og gesti
semja siði sína að hætti franskra og normanskra aðalsmanna. Þá víkur
sögunni að laungetnum syni hans, Hákoni Hákonarsyni gamla. Af sögu
hans sem Sturla Þórðarson skráði er ljóst að hann hefur haft töluverð
samskipti við konunga annars staðar í Evrópu88 og þekkti til suðrænnar
hæversku og kurteisi. Lærðir menn virðast vera innan hirðar hans og
svo er að sjá að stjórnsýsla hans sé sniðin eftir því sem gerist annars
staðar í Evrópu á 13. öld. Litlar frásagnir fara af hirðlífi manna hans
í Hákonar sögu en hún er reyndar opinbert plagg, vildarrit. Mattheus
Paris kallar hann bene litteratus,89 en litteratus virðist að jafnaði vera
notað á miðöldum um þann sem er vel að sér í hinum sjö frjálsu list-
um.90 í Hákonar sögu fer ekki mikið fyrir borðfastri hirð, þó að lendir
menn komi við söguna. Eftirtektarverð er lýsingin á síðustu herföt
konungs. Á banabeði sínum, í þeirri för, lætur Hákon fyrst lesa yfir sér
latínubækur, en síðan fom fræði, frásagnir af forfeðrunum.91
Hirðskrá er talin skrifuð á síðari helmingi 13. aldar;92 hún var lesin
yfir borðföstum hirðmönnum um hver jól, ‘þá daga sem konungi þykkir
til fallið ok hann lætr handgengnum monnum til blása’.93 Konungs
skuggsjá er einnig talin vera skrifuð á síðari helmingi 13. aldar.94
Athyglisvert er að í De la Gardie 4—7 eru auk Elis sögu og Streng-
leika lærð klerkarit. í þessu handriti eru nú einnig brot úr öðru handriti
með Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk, og hafa þau verið talin
skrifuð eftir íslensku forriti.95 Gera má því skóna að slíkar skinnbækur
hafi verið gerðar fyrir blandaðan áheyrendahóp, ekki einungis hirð-
88 Sjá Hákonar sögu Hákonarsonar, Fonwmnna sögur (Kaupmannahöfn 1835)
IX og X, 191. kap., 244. kap. Sbr. einnig Norges Litteratur Historie I, 126-127.
89 Tilv. tekin upp úr Norges Litteratur Historie I, 128.
90 Sbr. E. R. Curtius, Europaische Literatur, 50.
91 Sbr. Hákonar saga, 329. kap. Þessi frásögn á náttúrulega að sýna þá kon-
ungsímynd sem afkomendum Hákonar gamla var hagstæðust. Sbr. Holm-Olsen,
Norges Litteratur Historie I, 131. Hafi hins vegar riddarabókmenntir notið sömu
virðingar við norsku hirðina og í görðum annarra evrópskra höfðingja á þeirri tíð,
er undarlegt að ekki skuli vera minnst á þær í þessu viðfangi, einkum þar sem
sumar þeirra voru hákristilegar í anda.
92 Sbr. D. A. Seip, KLNM VI, 580.
93 Norges Gamle Love (Christiana 1848) II, 449-50.
94 Norges Litteratur Historie I, 168.
95 Sbr. Ólafur Halldórsson, KLNM XII, 551.