Gripla - 01.01.1977, Síða 72
68
GRIPLA
hafi engin not verið fyrir þessar bókmenntir meðal þeirra. í annan stað
hafi háaðallinn tengst sænskum og dönskum aðalsættum, ‘and became
more and more “Scandinavianized”, and they were naturally no longer
interested in this, to them, oldfashioned literature’. Halvorsen telur
einnig að mörg norsk, gömul handrit hljóti að hafa geymst, en þau hafi
ekki verið skrifuð upp og síðan glatast á 16. öld, þegar allur þorri
Norðmanna skildi ekki lengur mál feðra sinna."
Alkunna er að svokallaðar yfirstéttarbókmenntir eru fljótar að berast
lægri stéttunum, en um leið þykir fínt að eigna þær konungum, jörlum
og hertogum. Vegna þessa má efast um að riddarabókmenntir heyri
eingöngu til norskri hástétt á 13. og öndverðri 14. öld.
Eitt af því sem þykir benda til þess að Tristrams saga hafi verið þýdd
snemma voru menningartengsl Englendinga og Norðmanna á öndverðri
13. öld og fyrr.100 E. Gunnes telur t. d. að enskra menningaráhrifa gæti
í Varnarræðu Sverris konungs Sigurðarsonar.101 Bent hefur verið á að
Hirðskrá muni vera samin eftir normanskri fyrirmynd.102 Leach getur
þess meira að segja til að enskir hafi ekki einungis flutt flúr og vín til
Björgvinjar heldur einnig handrit. Hann telur líklegt að Tristrams
kvæði Thomasar hafi borist þann veg til Noregs enda hafi Thomas
skáld ort kvæði sitt fyrir Heinrek II og Elanóru drottningu hans og upp
frá því hafi frásagnir af Tristram verið í miklum metum meðal enskra;
Jón landlausi nefni t. d. meðal sinna tignarmerkja sverð Tristrams og
Heinrekur III hafi látið gera stétt með myndum úr kvæði Thomasar.103
Augljóst virðist að töluverðra enskra og anglo-normanskra áhrifa
hafi gætt í Noregi á 13. öld. Klaustur áttu t. a. m. ensk móðurklaust-
ur.104 Og þótt ekki sé unnt af málfari Tristrams sögu að benda á að
enskur munkur hafi þýtt, þá gæti nafnið Robert verið munksheiti sem
Norðmaður hefði tekið sér um leið og hann gekk í klaustrið.
99 Halvorsen, The Norse Version, 28.
100 Sbr. Halvorsen, KLNM VII, 310. Sjá enn fremur: Knut Helle, Anglo-Nor-
wegian Relations in the Reign of Hákon Hákonsson (1217-63), Mediaeval Scan-
dinavia 1 (1968), 101-114.
101 Sbr. E. Gunnes, Kongens œre (Oslo 1971), 362.
102 Sbr. Angevin Britain, 57.
103 Sbr. tilv. rit, 183-184; sjá einnig Schach, The Saga of Tristram, xvii; J. de
Vries bendir á hve nákvæmlega varningi hinna norrænu kaupmanna sé lýst í
Tristrams sögu, Altnordische Literaturgeschichteí II, 504.
104 Sbr. M. Tveitane, CCN IV, 32.