Gripla - 01.01.1977, Side 73
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ? 69
7
Ytri röksemdir benda til þess að ritun riddarasagna sé þegar hafin í
Noregi á 13. öld. En eru þá nokkur innri rök sem mæla með því að
sami maður hafi snúið þessum sjö sögum sem nefndar voru í upphafi
þessa máls? Peter Hallberg hefur birt tvær umfangsmiklar staðtölulegar
rannsóknir á málfari og stíl riddarabókmennta, sérstaklega fyrrgreind-
um sjö sögum sem Gísli Brynjúlfsson eignaði fyrstur bróður Róbert og
minnst var á hér að framan. Þessar sögur nefnir Hallberg ‘Tristram-
gruppen’.105 Til samanburðar tekur Hallberg 8 texta, þar sem hann
kannar sömu atriði. Þessir textar eru: Bevers saga, Elis saga og Rósa-
mundu II, Erex saga, Flóres saga, Flóvents saga (eftir AM 580 4to),
Mágus saga, Mírmanns saga og Partalópa saga. Að auki ber hann tölur
sínar saman við Kirjalax sögu og Rémundar sögu keisarasonar, en um
ákveðin atriði hefur hann einnig viðmiðun af nokkrum konungasögum
og íslendingasögum. í síðari könnuninni ber hann riddarasögurnar sjö
saman við Barlaams sögu og Jósafats (fyrstu 20.000 orðin) og nokkrar
heilagra manna sögur. í þessari grein bætir Hallberg einnig við fáeinum
stílfræðilegum atriðum. Könnun hans er tvíþætt. Annars vegar kannar
hann tíðni og dreifingu fjögurra setninga- og stílfræðilegra atriða: 1)
orðaröð: hann fór / fór hann\ 2) skiptingu milli nútíðar og þátíðar í
frásögn og að auki hve oft episkt nú kemur fyrir; 3) val sagnorðs við
lok eða byrjun beinnar ræðu: kveða/ segja, mœla, svara\ 4) val tíðar-
atviksorðs: því nœst/ síðan/eptir þat (þetta). Hallberg telur so. að
kveða í inngangsorðum beinnar ræðu norskt einkenni og einnig atviks-
orðin því nœst. Hins vegar hefur Hallberg kannað og talið saman um
50 einstök orð, sem hann álítur106 ‘sárskilt karakteristiska för Tristram
saga i jámförelse med andra riddarasagor’. Niðurstöður Hallbergs eru
í stuttu máli að sennilegt sé að sami maður hafi þýtt Strengleika og
Tristrams sögu. Þótt mikill munur sé á tíðni orða í þessum tveimur
sögum annars vegar og hinum fimm hins vegar, hrökkvi það tæpast til
að107 ‘vederlágga hypotesen om en gemensam översáttare till samtliga
105 Sjá: Norröna riddarasagor. Nágra sprákdrag, ANF 86 (1971), 114-138.
Broder Robert. Tristrams saga och Duggals leizla, ANF 88 (1973), 55-71. Ágrip
þessara rannsókna er: Is there a ‘Tristram-Group’ of the Riddarasögur? SS 47
(1975), 1-17.
106 Hallberg, Nágra sprákdrag, 136.
107 Hallberg, tilv. rit, 138.