Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 75
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
71
einnig í efa heimildargildi klausunnar og aðallega vegna þess að texti
hennar sé varðveittur í ungum handritum.113 Knud Togeby tekur í sama
streng.114 En þó að texti sögunnar sé varðveittur í ungum pappírshand-
ritum, nægir það eitt ekki til að rýra heimildina, því að pappírshandrit
geta stundum haft betri texta en skinnhandrit.
Eftir Paul Schach hafa birst nokkrar greinar um handrit Tristrams
sögu.115 Hann hefur sýnt fram á, að miðað við texta sögunnar í skinn-
bókarbrotinu AM 567 4to er texti pappírshandritanna styttur. Þá er
Ijóst af rannsóknum hans að ÍB 51 fol. og AM 543 4to eru óháð hvort
öðru. I fyrstu grein sinni, Some Observations on ‘Tristrams Saga’, virðist
Schach gera ráð fyrir því að pappírshandritin séu runnin frá sameigin-
legu forriti, sem hugsanlega geti verið komið frá AM 567 4to.116 í texta-
útgáfu sinni á Reeves brotinu af Tristrams sögu dregur Schach aftur á
móti upp eftirfarandi stemma:117
R (Translation of Friar Róbert 1226)
I
X
I------------------1------------------1
AM 567 4to Reeves Fragment
I I
AM 543 4to ÍB 51 fol.
AM 576 b 4to JS 8 fol.
Hann setur hér ekki inn milliliði þá, sem hann hafði gert ráð fyrir i
fyrri rannsókn sinni, en hann slær varnagla:118 ‘On the basis of the
known extant MSS, there is no way of telling how many intermediate
stages there were between the translation of Friar Róbert (1226) and
X, between X and the two extant vellum fragments, or between AM
567 and its two existing paper derivatives. The latter seem to be direct
transcript of their common source and JS 8 is certainly a copy of ÍB
113 M. Tveitane, CCN IV, 32.
114 Knud Togeby, La chronologie des versions scandinaves des anciens textes
francais, Les relations, 183.
115 Sjá 1. nmgr.
110 Schach hafði þá ekki undir höndum Reeves brotið.
117 The Reeves Fragment, Einarsbók, 299.
118 Sama rit, sama stað.