Gripla - 01.01.1977, Page 76
72
GRIPLA
51.’ Á grundvelli athugana Schachs og við nánari samanburð pappírs-
handritanna við texta Kölbings virðist mér að tákna megi skyldleika ÍB
51 og AM 543 við skinnbókarbrotin á tvennan hátt:
A) AM 567 4to B) 567_________________X_______Reeves Fragment
I I
X
543^ ^51 543^ ^51
I I
8 8
Schach virðist gera ráð fyrir fyrri möguleikanum. Sameiginlegt forrit að
baki 543 og 51 fær m. a. stuðning af því að langflest frávik 543 frá 567
koma einnig fyrir í 51.119 Dæmi um slíkt frávik er leshátturinn: Bijföl-
udu honum (543), befpludu hann (51), signa hann 567. Af þessu má
ljóst vera að klausan framan við Tristrams sögu hefur staðið í forriti
pappírshandritanna, en óvíst er, hvort það hefur verið eldra en frá 17.
öld. Skinnbókarbrotin sem talin eru frá ofanverðri 15. öld eru ekki til
samanburðar á þessum stað og upphaf Tristramskvæðis Thomasar
hefur ekki varðveist.
Af rannsóknum Schachs er ljóst að texti sögunnar í pappírshand-
ritunum hefur sums staðar verið leikinn grátt. Sú spurning hlýtur að
vakna, hvort orðalagi sögunnar og þá einnig klausunnar fyrir framan
hana, hafi verið vikið við af ásettu ráði í forriti pappírshandritanna;
orðfærið fært nær tímanum, enda eru riddarasögur ritaðar hér á 16.
og 17. öld. Hér að framan var minnst á lesháttinn ‘bíföluðu honum
(hann)’] ‘signa hann’, þar sem 51 og 543 völdu yngra tökuorð en skinn-
bókarbrotið. Vert er að staldra við og athuga hvort klausan hefur að
geyma nolckur augljós og ung tökuorð, sem gætu bent til aldurs hennar,
en um leið skal að því hugað, hvort hugsanlegt sé, að klausan standi á
gömlum merg.
Ef hún er borin saman við fortitla í íslenskum skinnhandritum,
kemur í ljós að í þeim er ekkert ártal og málsgreinum yfirleitt skipað á
annan veg. Ef hún hins vegar er borin saman við varðveitta baktitla, þá
má greina eftirfarandi samkenni:
119 Stefán Karlsson hefur gert mér þann greiða að bera saman ÍB 51 við útg.
Kölbings á AM 567 4to, og á ég honum þessar athugasemdir að þakka.