Gripla - 01.01.1977, Síða 78
74
GRIPLA
merkingunni boð kemur fyrst fyrir á ofanverðri 16. öld;120 sagnorðið
bífala í merkingunni skipa121 kemur fyrir í transkriftarbréfi, sem ársett
er 1497, en skrifað á 16. öld. Tilvísunarsetningin, j hvórre talad verdur
umm obœrelega Ast er þau hófdu Sýn a Millumm, er þessleg að vera
á svipuðu reki og forrit pappírshandritanna, en slíkar setningar með
forsetningu á undan spurnarfornafni virðast á hinn bóginn vera al-
gengar í fornu máli.122 Sagnorðið uppskrifa kemur ekki fyrir á orða-
bókum fornmálsins, sögnin að efna er ekki skráð í þessari merkingu,
en þekkist í mjög líkri merkingu, að efna til. Allar líkur benda því til
að skrifari forritsins hafi bætt orðum inn í klausuna. Til samanburðar
skulu teknir tveir íslenskir bókatitlar frá fyrstu öldum prentlistarinn-
ar:123
Eintal Salarennar j vid sialfa sig. | I Huoriu ein | Christenn Saal
y/eruegur og | hugleider þa saaru Pijnu og Dauda sij-|ns Lausnara
Herrans Jesu Christi, og tekur [ sier þar a/ agiætar Kienningar og I
hugganer. J I Psalmvijsur miuklega snjued af Petre Einars Syne
Lpgriettu | Manne, /yrer Vestann. Og a/ hpnum Dedice-jrad og
tilskri/ad þeirre Eruverdugu og Gudjhræddu Heidurs Kuinnu. Val-
gierde | Gysla Dottur ad Skarde a | Skards Strpnd. | Prentad a
Hoolum j Hialljta Dal, epter Bon og Osk þeirra Hpjfdings Hiona,
Eggerts Biprns | sonar og Valgerdar Gysla j Dottur.| Anno. j
1.6.61.
ÞETTA ER EIN BOK MED COLLE-jctum, Pistlum, oc Gudz-
spiollum, j modur ma-|li, j kringum arid a Sunno daga, og allar
Ha-jtider epter K. M. Ordinatio j Hola Domkir-jkiu og biskups-
dæmi j Islande lesit og sungit, Vppbiriad | j Jesu Christi na/nne a/
mier o verdugum þræli Drottins O-jla/i Hiallta syni Anno M D L ij.
120 Sbr. Chr. Westergárd-Nielsen, Laneordene i det 16. arhundredes trykte
islandske litteratur (Biblioth. Arnam. VI, K0benhavn 1946), 22-24. Sbr. Oskar
Bandle, Die Sprache der Guðbrandsbiblia (Biblioth. Arnam. XVII, Kopenhagen
1956), 275-276.
121 Dr. Ole Widding ritstjóri AMKO (Den arnamagnæanske kommissions ord-
bog) hefur góðfúslega látið mér í té dæmi orðabókarinnar um sögnina að bífala
(befala). Samkvæmt þeim kemur sagnorðið fyrst fyrir í bréfi frá árinu 1419, sbr.
Islandske orginaldiplomer indtil 1450, udg. af Stefán Karlsson (Kdbenhavn 1963),
nr. 169. En þar er sögnin í annari merkingu. Þetta fyrsta dæmi er úr DI VII, 335.
122 M. Nygaard, Nornþn syntax2 (Oslo 1966), 264.
123 Sbr. Islandica IX, 16 og XIV, 25.