Gripla - 01.01.1977, Síða 79
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
75
En/i nu vtskrifud til þess [ at prentazt, so at aller Kienne menn med
einu moti lesi og sin|gi j þui hino sama Biskupsdæmi alla bodna |
helga daga Gudi til lo/s, hans kæra Syne | Jesu Christo med helgum
Anda tii ei- ] li/rar dyrdar, enn ollum Islands jnn bygjgiurum til eili/s
gagnns, salu hialjpar, og nytsæmdar, suo at j ] ollum Kyrkium
verde allt samhliodanda | /yrer vtan alla tuidræg-|ne, Þar hialpe
oss | ollum til Gud Fader | /yrer sin?i elskuligan | Son Jesum ]
Christum vorn einka hialp-[ar man?i og /yrer bidiara. | AMEN.
Það sem er líkt með þessum titlum og klausunni framan við Tristrams
sögu er fyrst og fremst útlistun efnisins.124 Menn taki eftir: I Huoriu ein
Christenn Saal yferuegur og hugleider þa saaru Pijnu . . . og einnig:
lesit og sungit, Dedicerad og tilskrifad, sbr. efnade og uppskrifade í
klausunni. Að þessu athuguðu þykir mér sennilegast að skrifari forrits
51 og 543 hafi haft fyrir sér baktitil, þar sem skýrt var frá ritbeiðanda,
hvenær verkið var norrænað og af hverjum. Þennan baktitil hefur svo
skrifarinn endursamið að nokkru leyti og gert að fortitli, eins og þá
tíðkaðist á prentuðum bókum. Óhugsandi er, að skrifarinn hafi getað
fundið upp hjá sjálfum sér að kenna Tristrams sögu bróður Róbert.
Hugsanlegt er einnig, en ólíklegra, að í forritinu hafi verið formáli, þar
sem nafnið Róbert og orðið kunnátta hafi a. m. k. staðið; hvorttveggja
hafi verið angi af tækni málskrúðsfræðinnar, ab nostra. Benda má á til
samanburðar, að Chrétien de Troyes nefnir gjarnan sjálfan sig í for-
ræðum kvæða sinna og tekur stundum fram hver hafi beðið um verkið.
Forsögn Hákonar hefði þá verið úr ab iudicum persona.
Ég skal að lokum draga saman það sem hér hefur verið sagt. Bæði
ytri og innri rök benda til þess að ritun riddarasagna sé þegar hafin á
ríkisstjómarárum Hákonar gamla. Heimildirnar um bókmenntastarf-
semi við hirð hans eru margar og nær samhljóða. Telja má öruggt að
Tristrams saga hafi upphaflega verið þýdd þá; treysta megi bókmennta-
124 I útdrætti Tristrams sögu, AM 576 b 4to, hefur sagnorðinu skrifast verið
breytt í byrjast; þetta virðist sýna hvernig 18. aldar menn litu á umrædda klausu:
Þeir skildu hana sem titil. Þetta hefur Schach ekki skilið rétt. Hann hefur ekki
áttað sig á að sögnin skrífast kemur fyrir í titlum handrita á þessum tíma og virðist
vera jafngild byrja og hefja upp, sbr. t. d.: Hér skrifast sagan af Gríshildi þolin-
móðu, pr. í Islandica VII, 12 eftir 18. aldar handritinu Brit. Mus. Add. 11 158 4to.
Schach, An Excerpt from ‘Tristrams saga’. SS 32 (1960), 83-88. Sjá um þetta hand-
rit: Agnete Loth, To afskrifter af AM 576 a-c 4°. Opuscula III (Biblioth. Arnam.
XXIX), 161-172.