Gripla - 01.01.1977, Side 83
DAVÍÐ ERLINGSSON
SAGA UM CALLINIUS SÝSLUMANN
Lausamálstexti og rímur
I. CALLINIUS SAGA
I. 1. Handrit. Útgáfa. Handritið Additional 4859 í British Museum
er sagnasafn í arkarbroti komið úr Vigur. í því eru 24 sögur,1 og á titil-
blaði segir, að Magnús Jónsson hafi sett efnið saman.2
Að meginhluta er handritið skrifað af Jóni Þórðarsyni, skrifara
Magnúsar. En forsíðan,3 efnisyfirlit handritsins og þrír fremur stuttir
sagnatextar eru skrifaðir af öðrum, líklega Magnúsi Ketilssyni, frænda
Magnúsar Jónssonar.4 Sögurnar þrjár eru Callinius saga, sem hér er
prentuð, ævintýri um Sniðúlf bónda og hans ótrúu konu,5 og sagan af
Tító og Gesippó.6
1 H. L. D. Ward, Catalogue of Romances in the Department of Manuscripts in
the British Museum I (1883), bls. 843, 394-5, 403, 405, 196. Um Callinius sögu sjá
bls. 844.
2 Allt sagnaefni handritsins er talið fram hjá Jóni Þorkelssyni í Arkiv f. nord.
filol. VIII (Lund 1892), bls. 202-203. Sbr. einnig Jón Helgason, Hervarar saga
(STUAGNL 48, Kbh. 1924), bls. xlv-xlvi, og í Acta pliilol. scand. IX (Kbh. 1934-
35), bls. 159-160; Foster W. Blaisdell, Erex saga Artuskappa (Edit. arnam., ser. B,
XIX (Copenhagen 1965)), bls. xlvi-li.
3 Forsíðumál bókarinnar er tekið upp hjá Jóni Helgasyni í Kvœðabók úr Vigur
(Kaupmannahöfn 1955), bls. 13-14 í inngangi.
4 Niðurstaða Agnete Loth, sjá grein hennar í Opuscula III (Bibl. arnam. XXIX,
1967), bls. 95-99.
5 Bl. 313r-v í handritinu. Skv. skrá A. Loth um rit m. h. Magnúsar Ketilssonar
hefur hann skrifað þessa sögu ekki sjaldnar en þrisvar, hér í Add. 4859, í Add.
II. 153 (annarri bók úr Vigur) og í AM 578 i 4to. Saga þessi er hin sama og H.
Gering lét prenta í íslendzkum œventýrum sem nr. 9 (I, bls. 28-30) og textinn
runninn frá einhverju miðaldahandriti.
6 Bl. 367r-370v í handritinu. Þetta er þriðja síðasta sagan (nr. 98) í Decamerone
eftir Boccaccio, efalaust þýdd eftir erlendri prentaðri bók. Um danska prentun
virðist ekki að ræða, og er þá sennilegast, að órannsökuðu máli, að þessi íslenzka
þýðing sé reist á þeirri þýzku gerð sögunnar sem Martin Montanus skrifaði eftir
eldri þýzkri þýðingu og prentaði í smásagnabók sinni Wegkiirzer, er fyrst kom út
1557. Fleira efni frá Montanusi er að finna í íslenzkum sagnasöfnum í handritum.