Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 84
80
GRIPLA
Þessar þrjár sögur hafa upphaflega verið hver sér um blaðsíðutal, en
það hefur verið strikað út þegar þeim var fundinn staður í safninu og
samræmt blaðsíðutal sett á bókina alla. Aftan við söguna af Tító og
Gesippó hefur skrifari hennar sett ártalið 1697, og kemur sá tími heim
við Vigrarvist Magnúsar Ketilssonar (1696-1700). Af tímasetningum
Jóns Þórðarsonar við texta sína sést, að þeir eru skrifaðir nokkru fyrr,
og virðist vel mega vera, að Magnús Ketilsson hafi búið safnið til að
fara saman í bók.
Texti Callinius sögu eftir afritinu í Add. 4859 er prentaður hér eins
stafrétt og auðveld prentföng eru til. Úr böndum og styttingum, sem
mikið eru notuð, er leyst án auðkenningar. Um stafsetningu þarf hér fátt
eitt að segja. Lítið o ofar ritlínu er fjölnotað fyrir or, ór (ör), ör (</»'),
ekki sízt í spurnarorðum. Það er prentað sem or. Á svipaða lund er
orðið kongur leyst þannig úr styttimynd sinni, enda þótt skrifarinn setti
köngur, er svo bar við að hann skrifaði fullum stöfum. Torgreint er
stundum á milli y og ij, og mætti því eitthvað vera á mis um það. Munur
á tvídepli og tvíbroddi yfir sérhljóðatáknum er stundum ógreinandi, og
er tvídepill látinn standa fyrir hvoratveggju. Greinarmerkjasetningu er
haldið, en breytt er út af upphafsstafasetningu handritsins þannig, að
upphafsstafir eru ekki prentaðir nema í eiginnöfnum og málsgreinaupp-
höfum. Kemur hér regla í stað óreglu handritsins.
1.2. Callinius saga eftir Brit. Mus. Add. 4859, bl. 142v-145v.
Hier býriar spguþátt Callinij
Svo finnst j fornumm saugnumm á látinst mal ritad, ad Fracka kongur
hafe under sijnu vallde haft marga tigna menn, og á medal annara tijg-
inna manna þann stiömara er sumer menn kalla godords mann edur
5 sýslumann edur og svo jafnvel riettara kongsinns, hvor ed af kongenum
var so vel metenn yfer þad framm er hanz nafnböt tilhlijdde, ad var
undrunarlega yferbærelegt, og athugavert, hvor sæmd og efterlæte
Sjá Louis Sorieri, Boccaccio’s Story of Tito e Gisippo in European Literature (New
York 1937), passim, en sérstaklega bls. 215-217. J. Bolte, endurútg., Martin Mon-
tanus Schwankbucher (1557-1566), pr. í Bibliothek des Literarischen Vereins in
Stuttgart, nr. 217; Tiibingen 1899. Historia Gisippi und Titi, sjá Wegkurzer,
kap. 42.