Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 91
SAGA UM CALLINIUS SÝSLUMANN
87
beid svo sælann endadag (ut ur 0llu þessu hættulega tilstande), med
vorum drottne Jesu Christo, og 0llumm hanz utv0lldumm, þeim er med
gvude faudur og heil0gumm anda, lifer og rijker, rædur og stiömar
230 eim gvud i þrenningu, og þrennur j einingu, blessadur umm allar allder
allda.
1.3. Um textann. Callinius sögu og rímna er getið í fáeinum ritum
um íslenzkar bókmenntir. Meistari Hálfdan telur hana í Sciagraphia
meðal sagna sem hann áleit flestar til orðnar fyrir siðaskipti.9 Rímurnar
af Callinius10 voru teknar til meðferðar af Jóni Þorkelssyni, sem taldi
þær ‘fomar’, þ. e. frá miðöldum, og síðar af Birni Karel Þórólfssyni, en
mjög stuttlega, þar eð hann taldi þær yngri en 1600 og því utan rann-
sóknarsviðs síns í yfirlitsritinu Rímur fyrir 1600.11 Svo má því heita, að
sagan af Calliniusi hafi verið tekin upp í íslenzka bókmenntasögu. Hún
hefur þó aldrei verið gefin út, né heldur athuguð gaumgæfilega, svo að
vitað sé. Að rímunum hefur nokkuð verið hugað, sem fyrr segir. Jón
Þorkelsson birti sýni úr þeim í Om digtningen, og Björn Karel Þórólfs-
son gerði sér Ijóst, að um helgisöguefni væri að ræða í þeim. En rann-
sókn þeirra hefur þó ekki fyrr en nú komizt í þann áfangastað, þar
sem því er slegið föstu, að þær em ortar eftir Callinius sögu hliðstæðri
þeirri, sem hér er birt. Texti rímnanna er prentaður hér á eftir, og verður
þá gerð grein fyrir honum.
Um Callinius sögu er það raunar fyrst að segja, sem athugull og
kunnugur lesandi hefur líklega þegar veitt athygli, að hér er á ferðinni
sama ævintýri og að upphafi sami texti og Hugo Gering lét prenta í
íslendskum æventýmm I, bls. 154—160 (nr. 48 í safni hans) undir yfir-
skriftinni Af sýslumanni ok fjánda. Um leið er Callinius saga fallin út
af skrá íslenzkrar bókmenntafræði um sjálfstæðar sögur. Hún er ekki
annað en (breytt) eftirrit helgisögu frá miðöldum, þar sem greint er frá
sýslumanni Frakkakonungs, sem lofar sálu sinni að ákveðnum tíma
liðnum fyrir endurheimt valdsstöðu sinnar, sem hann hefur misst. Þegar
líður að stefnudegi, gefur vitur og góðviljaður gyðingur honum ráð til
þess, að viðskiptamaðurinn (djöfullinn) verði af kaupinu.
9 Bls. 102, í Sectio III,2.
10 Sjá Rímnatal I (Finns Sigmundssonar, Reykjavík 1966), bls. 298-299.
11 Jón Þorkelsson, Om digtningen pá Island i det 15. og 16. árhundrede (K0ben-
havn 1888), bls. 172-174. Björn Karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600 (Kaupmanna-
höfn 1934), bls. 34, nm.