Gripla - 01.01.1977, Page 93
SAGA UM CALLINIUS SÝSLUMANN
89
nokkrir textastaðir, sem mér virðast nokkuð einræðir á þennan veg.
Orð 657 eftir útgáfu Gerings eru sett framan hornklofa, en orð 4859
aftan hans, með línuívitnun eftir útgáfunni hér framanvið.
13 reiknar] 16 reiknara
15 runnu gjörvir] 18 eru nu giorfer
21 Svá gjöriz þetta mót] 24 Svo fullgiordest nu þetta möt
22 margir eru heims þjófar] 26 marger eru kongs þiöfar
22-23 Bar þat þó eina stétt] 26-27 Var þad þö eirna
frekast og stærst
36 hugar meðr] 40-41 hugar ángur
57 undir skilríkjum] 79 fyrer skilrijkumm vottumm
76 ofsýndr] 100 afsinna
120 annat með] 149-150 annad, sem eg legg til med
121 Er hon góð] 151 ad ef hann er gvud
136 kallar] 166 kallar þinn gvud vera
153 varir at þú megir] 183-184 varer, ad þu vænter hanz
komu til fundar vid þig, þá muntu
Sumir þessara staða eru mikilvægir í samhengi sögunnar. Um málshátt-
inn 1. 22 (26) sbr. Finnur Jónsson, íslenzkt málsháttasafn, Kaupmh.
1920, bls. 188. í 1. 121 (151) er um að ræða trúfræðilega rökfærslu
gyðingsins um guð. Aðrir staðir hjá Gering eru torskiljanlegir eða
standast ekki nema með leiðréttingu eftir merkingu Vigrartextans (Ger.
1. 22-23, 57, 76). Á enn öðrum stöðum hafa ómissandi orð fallið niður
í 657 (Ger. 1. 120. 136, 153). Það er því ekki einskis vert sem Add.
4859 leggur til sýslumanns sögunnar, þótt oft sé vandi um að dæma.
Væri mikið gefandi fyrir að hafa miðaldaforrit Vigrartextans. Nokkrir
fleiri staðir sem vekja grun um að 4859 geymi vott hins upphaflegra
eru t. d.:
16 rennarar] 18-19 rennarar og rijdendur
30 strýkr] 33 steiptest
37 sömu] 42 sárre
54 liðin] 76 + sem eg ákvarda
76 gaum hvar árit tumbar] 101 gaum ad neinu, og hvort
áred efter annad, tumbar
Miðaldaforrit Vigrartexta sýslumannssögunnar sýnist undarlega víða
hafa haft réttari texta en AM 657 A 4to, og virðist svo sem texti 657