Gripla - 01.01.1977, Síða 96
92
GRIPLA
ævintýri sú bjargvættur sem forðar manninum frá því að lenda á valdi
hans. Augljós tengsl eru hér á milli, því að bjargvættir hafa varla getað
orðið tvær í þessari sögu. Gyðingurinn er eiginlega kominn í sess
sjálfrar Maríu, og sagan er ekki lengur henni né nokkrum öðrum dýr-
lingi til framdráttar, ekki öðrum en guði einum. Illu hlutverki gyðings-
ins hefur verið snúið í gott svo rækilega sem hægt væri að hugsa sér án
þess að gera hann að dýrlingi. Vilji nokkur spyrja um tilgang höfundar
sýslumannssögu, hlýtur svarið að vera hér, einrætt og afdráttarlaust.
Hann hefur viljað snúa Theophilussögu á þann veg, að gyðingsmyndin
yrði jákvæð og góð. Einnig mætti hugsa sér, að honum hafi verið lítið
um guðsmóðurdýrkun gefið, en það skiptir litlu, því að guðsmóðirin
hefur orðið að víkja til þess að skyggja ekki á gyðinginn. Fordómar á
hendur gyðingum virðast löngum hafa verið ríkjandi í miðaldakristninni
eins og síðar. Hrós gyðingsins í sögunni og eins hitt, að hún hefur ekki
dýrlingshelgi til að stuðla að varðveizlu sinni, má hafa dregið úr út-
breiðslu hennar og vinsældum. Það þarf því ekki að vekja furðu, að
latínuforrit íslenzka textans hefur ekki fundizt. Má og vera, að ekki sé
öll von úti um það. En þeim mun meira er þá um það vert, að sagan
skuli hafa varðveitzt úti á jaðri hins kristna heims.
II. CALLINIUS RÍMUR
II.1. Varðveizla. Þessi útgáfa. Litlu hefur munað, að Callinius
(Kallinus, Kallmus) rímur glötuðust með öllu. Þær eru aðeins varð-
veittar, svo að kunnugt sé, í handritinu Lbs. 1065 8vo, ritaðar af Jóni
Sigurðssyni á Gufuskálum og Lambastöðum uppúr aldamótunum 1800,
og í eftirriti dr. Jóns Þorkelssonar skjalavarðar eftir mestum hluta þess
texta í Lbs. 2033 4to. Framan við uppskrift sína hefur dr. Jón ritað:
Kallinus rímur [eldri en 1600]. Eftir maukfúnum blöðum úr dánar-
búi Guðmundar Hjartarsonar i Grjóta við Reykjavík (d. 1882). Á
blöðunum stóð ártalið 1810 og ‘J Sigurðssyni á Gufuskálum þann
26 Martij’ m. m.
Skrifarinn gefur sig til kynna á blaði sem hefur útlit til að hafa verið
lokablað kvers eða bókar með hendi hans. Þar standa á fyrri síðunni
lok rímna ‘af einu ævintýri litlu’ (sjá síðar), og neðan við þau stendur
að lesa: ‘Fýnis / endfad a]f J Sigurdssyne.’ Til hliðar við þetta er
skrifað: ‘Gufuskálum / þann 2 . .,’ en þar sem meira stóð, er grotnað