Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 97
SAGA UM CALLINIUS SÝSLUMANN
93
af blaðinu. Á síðari síðu blaðsins er nafn Jóns Sigurðssonar á Lamba-
stöðum skrifað hvað eftir annað, ásamt orðunum: ‘á þessa bók med
riettu og einginn annar . . . med synu eýinn handar rite þó liótt sie /
Þann 26 Marti [1810] endad kverid.’ Hér má ætla að ártalið hafi farið
forgörðum.
Um það er ekki að villast, að Callinius rímur eru með sömu hendi
og ævintýrisrímulokin á þessu síðasta bókarblaði.
Lbs. 1065 8vo er safn margvíslegra brota sem orðið hafa samferða
úr dánarbúi Guðmundar í Grjóta um hendur Jóns Þorkelssonar í
Landsbókasafnið. Að verulegum hluta eru þetta laus blöð, sem lögð
hafa verið í sjö umslög úr bláum pappír. Af handritaskránni má að
sjálfsögðu fá nokkra hugmynd um safnið, en greinargerð hennar er þó
fjarri því að vera tæmandi, enda er ekki áhlaupaverk að átta sig til
hlítar á öllum brotunum. í fyrsta bláa umslaginu er flest það, sem er
með hendi Jóns Sigurðssonar, en fáein blöð önnur, rituð af öðrum, eiga
að líkindum heima annars staðar. I þessu umslagi er þetta helzt: 1)
Kallinus rímur á 9 blöðum. 2) Upphaf ævintýrisins ‘Af dauða ok kóngs-
syni’ (miðaldatexti, 1 blað, sbr. safn Gerings nr. 78). 3) Brot nærri upp-
hafi sögunnar af Hálfdani Barkarsyni (1 blað). 4) Rímur ‘af einu ævin-
týri litlu eftirtakanlegu’ (8 blöð).
Efst á fyrri síðu upphafsblaðs rímnanna (4) endar einhver ríma, sem
kennsl hafa ekki verið borin á, en þetta er með hendi Jóns Sigurðssonar.
í næsta bláa umslagi er einnig mikill hluti Filpórímna með hendi
hans. Eðlilegt virðist að gera sér í hugarlund dálítið kver eða bók frá
hendi Jóns, með þeim textum sem nú voru nefndir og einhverjum fleiri.
Hefur þetta verið forvitnilegt handrit, og einkennilegt, hve margir text-
anna hljóða um viðskipti manna við dauðann. Þess efnis eru rímurnar
hvorartveggju (1 og 4) og miðaldaævintýrið (2). I annan stað er handrit
Jóns Sigurðssonar merkilegt vegna þess, að hvorki Callinius rímur né
rímurnar af einu ævintýri litlu18 eru varðveittar nokkurs staðar annars,
svo að kunnugt sé um.
18 Rímur af einu œvintýri litlu eftirtakanlegu eru fjórar að tölu og segja frá
ríkisarfa í ónefndu landi, sem fær þá bæn af drottni að hann skuli fá að vita loka-
dægur sitt fyrirfram. Guðdómurinn lofar að hann skuli ekki deyja fyrr en sonur
hans færi honum boð um það. Ráð mannsins er að eignast engan son. Fer þó svo,
að hann fær sér konu og býr við á laun. Þegar hún elur son, lætur hann þjóna sína
drekkja henni og erfingjanum í fljóti. Fer nú á sömu leið alls 9 sinnum, en síðasta
konan hefur hvítvoðungaskipti við ambátt eina, sem niður kom á sama tíma.