Gripla - 01.01.1977, Side 100
96
GRIPLA
Ofan af u í beygingarendingum og ofan af sérhljóð, stuttum að fornu,
með einföldum samhljóð á eftir (t. d. hlútúr, fýrir, ýfir); oftast einnig
ofan af sérhljóð, stuttum að fornu, með fleirföldum samhljóð á eftir.
í þessum tilvikum mun og oftar ritað án brodds en með. Undantekning
er hljóðasambandið o + r + samhlj. (t. d. órd, hórfinn, sórg, órmur),
enda nálgast broddurinn hér að vera regla skrifarans. Yfir y, sem notast
jöfnum höndum við i, ríkir sterk tilhneiging að hafa brodd. Honum er
sleppt nema hann geti verið tákn fornrar hljóðlengdar og þegar ý táknar
samhljóð (t. d. eýe, þ. e. eigi). Nokkuð reglulega setur skrifarinn brodd
yfir u í au (t. d. aúngva, aúmkva, naúd). Honum er sleppt.
Um sérkenni og stöðu þess lausamálstexta sem rímumar em eftir
kveðnar virðist fátt af þeim að ráða. Málfar ævintýrisins er ekki með
þeim hætti, að rímnaskáld ættu auðvelt með að fella mikið af orðum
þess í stílsmót sitt. Á fáeinum stöðum virðist þó grilla í sérorðafar
Vigrartextans (B. Mus. Add. 4859). Þannig t. d.:
Ger. 27 upp spennt] 4859 31 uppsöad] I 23,3 út sóad
Ger. 76 ofsýndr] 4859 100 afsinna] 1126,1 sinnulaus
Ger. 156 breiddar hendr] 4859 187 hendur utþandar]
IV 12,1 med ut þóndum órmum
Því fer þó fjarri, að rímurnar séu samræmar Vigrartexta í öllu. Þar í
sögunni sem gyðingurinn reisir bjargráð sitt á trúfræðilegum röksemd-
um, talar hann um trúna: Ger. 1. 121 Er hon góð . . .] 4859 1. 151 ad
ef hann er gvud] III 17,1—2 Hún ef reinist riett og gód, / rád mýn stod
þier veita. Hér fylgir rímnaskáldið texta eins og AM 657 4to. í svipaða
átt bendir það atriði, að ballivus eyddi síðustu jarðvistardögum sínum
lokaður inni í turni. Rímurnar hafa þetta atriði, en Vigrartextinn hefur
tapað því. Virðist því helzt að ætla, að rímurnar séu ortar eftir texta,
sem sloppið hefur við a. m. k. sumar villur AM 657 A 4to, en ekki
þeim sama og er í handritinu úr Vigur.
II.2. Callinius rímur eftir Lbs. 1065 8vo.
1 Rýma
1. [Frjóder menn i firre týd
frömdu [mæls]ku góda,
ágiætt sómdu ódar smýd
op[t i] ranne lióda.