Gripla - 01.01.1977, Side 126
122
GRIPLA
einn skrifari Guðmundar sögu á 17. öld skilið orðið, því að í AM 395
4to, f. 4v, stendur “Ölátr”.5
Þriðja dæmið, sem Fritzner vísaði til en birti ekki, er í Stjörnu-Odda
draumi, en þar stendur í útgáfu Guðbrands Vigfússonar:8
frá henni er svá sagt, at hón (misprentað hán) var ólát7 í æsku sinni,
ok var ávalt því ódælli sem hón var eldri.
í þessu dæmi leikur enginn vafi á því að um er að ræða lýsingarorðið
‘ólátr’, en ‘úlátr’ er ekki að finna í orðabók Fritzners og heldur ekki
nafnorðið ‘úlæti’, sem alkunnugt er í íslensku nútíðarmáli.
Guðbrandur Vigfússon hefur í orðabók sinni8 bæði lýsingarorðin, ‘ú-
latr’ og ‘ú-látr’. Hann þýðir síðarnefnda orðið “unmannered, disorder-
ly” og vísar til sömu staða og Fritzner í Stjörnu-Odda draumi og
Guðmundar sögu.9 Auk þess er í orðabók Guðbrands nafnorðið ‘ú-
læti’, “ill-manners, disorders, riot”, með tilvísun til Fornaldar sagna
Norðrlanda.10
Augljóst má vera að í pósti þeim úr Guðmundar sögu, sem tilfærður
var í upphafi þessarar greinar, (og fleiri textum sem nefndir hafa verið)
sé lýsingarorðið ‘ólátr’ en ekki ‘ólatr’, og þar sem orðið er rétt tekið upp
og skýrt í orðabók Guðbrands Vigfússonar, má segja að þarflaust sé að
benda á það. Ástæður til þess að svo er þó gert eru þær, að í öllum
útgáfum Guðmundar sögu og Sturlunga sögu með samræmdri stafsetn-
5 Sama texta er einnig að finna í Sturlunga sögu, en ekki hefur verið könnuð
stafsetning Sturlunguhandrita á orðinu; í útgáfu Kr. Kálunds, Sturlunga saga
(Kmh. 1906-11) I, 130, stendur “vlatr” án lesbrigða, og sá lesháttur er rétt tekinn
upp úr aðalhandriti, AM 122 a fol.
5 Nordiske Oldskrifter XXVII (Kmh. 1860), 107.
7 “olaat” í handritinu sem eftir er prentað, AM 555 h 4to, f. lv, sem er stafrétt
uppskrift Arna Magnússonar eftir Vatnshymu frá lokum 14. aldar, sbr. Stefán
Karlsson, ‘Um Vatnshyrnu’, Opuscula IV (Bibliotheca Arnamagnæana XXX, Kmh.
1970), 282-83.
8 An lcelandic-English Dictionary (Oxford 1874).
9 Þriðja dæmið hjá Guðbrandi, “knáir menn ok úlátir”, er sagt vera úr Grettis
sögu, en það reynist vera tekið úr Fóstbræðra sögu (útgáfu Konráðs Gíslasonar,
Nordiske Oldskrifter XV (Kmh. 1852), 50), en bæði þar og a. m. k. í flestum út-
gáfum öðrum með samræmdri stafsetningu stendur ‘ólatir’, og stafréttar útgáfur
sýna að aðalhandrit sögunnar hafa a í síðari hluta orðsins. Allt um það bendir
framhald textans fremur til þess að hér sé lýsingarorðið ‘ólátr’ á ferðinni, eins og
Guðbrandur taldi.
10 Að vísu er orðið ekki að finna á þeirri blaðsíðu sem til er vísað.