Gripla - 01.01.1977, Page 127
MISSKILIN ORÐ OG MISRITUÐ í GUÐMUNDAR SÖGUM 123
ingu er prentað ‘ólatr’,11 í danskri þýðingu Kr. Kálunds12 stendur “ivrig”
og hvorugt orðanna ‘úlátr’ og ‘úlæti’ hefur fengið inni í viðbæti við
orðabók Fritzners.13
2. PRESTUR ÓTTAST STEYTING
í frásögn Guðmundar sögu bróður Arngríms af sendiför Ketils prests
til Rómaborgar er lýst komu frakkakonungs í páfagarð með fríðu föru-
neyti, og þegar konungur og fylgdarmenn hans ganga fram hjá Katli
presti á leið til fundar við páfa, segir svo í útgáfu Guðbrands Vigfús-
sonar:1
Prýði þeirra var sett með pell ok guðvef, eðr vildastu kyni ýmissa
klæða, hvar af prédikast, at honum muni skamt til skeytíngs, ef
hann snertr þeirra hóferan með fátæki sínu.
Hér er eina dæmið sem kunnugt er úr íslenskum textum um nafn-
orðið ‘hóferan’ (eða ‘hoféran’), sem er tökuorð úr miðlágþýsku ‘hovð-
ren’, “höfisch leben”,2 en tvö önnur orð í þessum texta vekja tortryggni,
prédikast og skeytíngs.
Um sögnina ‘prédika’ í miðmynd eru engin dæmi í orðabókum þeirra
Fritzners og Guðbrands Vigfússonar, en í orðabók Menningarsjóðs3 er
orðasambandið það prédikast af því tilgreint sem fornt og úrelt mál á
eftir tveim algengum merkingum sagnarinnar og þýtt “læra má það af
því”. Hingað munu sagnmyndin og þýðing hennar vera komnar úr
skýringum við lestrarbók sem frásögnin af ferð Ketils prests er tekin
upp í.4
11 Þetta á auk heldur við um útgáfu Guðbrands Vigfússonar, Sturlunga saga
(Oxford 1878) I, 93.
12 Sturlunga saga (Kmh. 1904) I, 124.
13 Ordbog over Det gamle norske Sprog, Rettelser og tillegg ved Finn H<j>dne-
b0, IV (Bergen 1972).
1 Biskupa sögur II (Kmh. 1878), 123.
2 Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch (Leiden 1962). — í
handritinu sem sagan er prentuð eftir, Perg. fol. nr. 5, stendur hoféran, og þar sem
skrifari virðist nota brodd yfir sérhljóða (aðra en i) sem lengdarmerki, ef hann
notar brodd á annað borð, verður að telja ‘hoféran’ líklegri mynd orðsins en
‘hóferan’.
3 íslenzk orðabók, ritstj. Árni Böðvarsson (Rv. 1963).
4 Sýnisbók íslenzkra bókmennta til miðrar átjándu aldar, útg. Sigurður Nordal,
Guðrún P. Helgadóttir og Jón Jóhannesson (Rv. 1953). — Guðrún P. Helgadóttir