Gripla - 01.01.1977, Side 128
124
GRIPLA
‘Skeytingr’ er í orðabók Guðbrands Vigfússonar talið vera það sama
og ‘skæting’, “taunts”, og um dæmi er aðeins vísað til framangreinds
staðar í Guðmundar sögu. Á eftir dæmum um kvenkynsorðið ‘skæting’
(‘skœting’), sem tekið er fram að sé ‘skætingr’ í nútímamáli, er karl-
kynsorðið ‘skætingr’ tilgreint sem sérstakt uppflettiorð sömu merkingar
og ‘skæting’, en það orð var þýtt “a skit, scoff, taunt”. Undir ‘skætingr’
er aðeins tilfært eitt dæmi um notkun orðsins, en það er dæmið um
‘skeytingr’ úr Guðmundar sögu. Engin skýring er gefin á rithættinum ey
fyrir ‘œ’ (eða ‘æ’).
í orðabók Fritzners er ‘skeytingr’ einnig talið það sama sem ‘skœt-
ing’, en þó með fyrirvara. Síðarnefnda orðið er þýtt “Skose, Chikane”
og auk dæma um ‘skœting’ eru tilgreind tvö dæmi um ‘skeytingr’. Annað
þeirra er dæmið úr Guðmundar sögu, en hitt er úr lesbrigðum við texta
Fóstbræðra sögu í Grönlands historiske Mindesmærker II (Kmh. 1838),
320:
hón svarar honum af skeytingi, ok kveðst sjalfráð ferða sínna.5
Við þennan texta er þrennt að athuga: 1) Öll önnur handrit Fóstbræðra
sögu, sem notuð eru í þessari útgáfu og útgáfu Björns K. Þórólfssonar
hafa annað orðalag (hon svarar honum (þann veg) sem henni var í
skapi til).e 2) Handritið sem leshátturinn er tekinn eftir, AM 565 a 4to,
hefur ekki textagildi, og sagan er þar “frit behandlet”.7 3) í AM 565 a
4to, f. 15v, stendur í rauninni skiœtinge, þannig að orðið er skakkt
prentað í heimild Fritzners.
í orðabók Sigfúsar Blöndal8 er uppflettiorðið ‘skeytingur’ með þýð-
ingunni “Skubben, Stpden til Side”. Engin dæmi eru tilfærð um notkun
orðsins, og þar sem Orðabók Háskóla íslands (OHÍ) hefur heldur ekki
dæmi um notkun þess í seðlasafni sínu, liggur næst að ætla að Sigfús
hafi orðið einvörðungu úr fommáli, þ. e. a. s. Guðmundar sögu, en hafi
hafnað tengslum þess við orðið ‘skæting(ur)’ og þeirri merkingu sem
því hafði verið gefin í fornmálsorðabókum.
og Jón Jóhannesson, Skýringar . . . við Sýnisbók íslenzkra bókmennta . . . (Rv.
1954), 130 (“prédikast: má læra”).
5 Textinn er hér tekinn upp með stafsetningu Fritzners; í útgáfunni, sem einnig
er með samræmdri stafsetningu, stendur af skeytíngi og er þýtt “noget studs”.
6 Fóstbrœðra saga (Kmh. 1925-27), 149; stafsetning samræmd hér.
7 Björn K. Þórólfsson, op. cit., xxviii.
8 Islandsk-dansk Ordbog (Rv. 1920-24).