Gripla - 01.01.1977, Page 129
MISSKILIN ORÐ OG MISRITUÐ í GUÐMUNDAR SÖGUM 125
Skilningi Sigfúsar Blöndal er fylgt í Skýringum við Sýnisbók;9 hon-
um muni skammt til skeytings er þar þýtt “hann eigi brátt von á hrind-
ingum”, og í orðabók Menningarsjóðs er ‘skeytingur’ þýtt “hrinding” og
tekið upp dæmið úr Guðmundar sögu með þýðingu Skýringa og merkt
sem fornt og úrelt mál.
Lítum nú til handrita. Guðmundar saga bróður Arngríms er prentuð
í Biskupa sögum eftir handritinu Perg. fol. nr. 5 í Stokkhólmi10 frá
þriðja fjórðungi 14. aldar, en það er eina skinnbókin sem hefur þessa
gerð sögunnar að geyma í heilu líki. Lesbrigði úr öðrum handritum eru
ekki tilgreind nema endrum og eins og alls ekki við þann textabút sem
hér er til umræðu. Önnur handrit sem textagildi hafa og ekki eru skert
um þetta skeið sögunnar eru AM 396 4to frá svipuðum tíma og Stokk-
hólmshandritið, AM 397 4to sem er stafrétt uppskrift gerð fyrir Árna
Magnússon eftir glataðri skinnbók frá öndverðri 15. öld, AM 398 4to
sem er systurhandrit 397 skrifað á 17. öld og AM 394 4to frá 1592,
sem að stofni til er uppskrift “elstu sögu”, en hefur innskot úr Guð-
mundar sögu Arngríms, þ. á m. frásögnina af sendiför Ketils prests.
Handritin skipa sér í flokka á þann veg að 396 fylgir 5, en 394 er af
sama meiði og móðurrit handritanna 397 og 398, og þessir tveir hand-
ritaflokkar eru sjálfstæðir hvor gagnvart öðrum.11 Sameiginlegir les-
hættir handrita af báðum flokkunum eiga því að vera eins upprunalegir
í textanum og rakið verður, þ. e. a. s. úr sameiginlegu erkiriti (arche-
typus) flokkanna beggja, en sérleshættir einstakra handrita hafa ekki
textagildi.
Þær tvær setningar sem hér skipta máli eru upphaflega skrifaðar svo
í Perg. fol. nr. 5, f. 32ra:
hvar af predicaz at honum muni skamt til skeytings,
en undir k í skeytings virðist vera settur depill og t skrifað uppi yfir.
Skrifari mun því sjálfur hafa leiðrétt orðið í steytings.
9 Sbr. 4. nmgr. hér að framan.
10 Eftir þessari frumútgáfu í Biskupa sögum Bókmenntafélagsins er sagan
prentuð í útgáfu Guðna Jónssonar, Byskupa sögur III (Rv. 1948), og stakir kaflar
úr henni í áðurnefndri Sýnisbók og víðar.
11 Byskupa spgur, útg. Jón Helgason (Corpus Codicum Islandicorum Medii
Aevi XIX, Kmh. 1950), 17-18. — Stefán Karlsson, “Um handrit að Guðmundar
sögu bróður Arngríms”, Opuscula I (Bibliotheca Arnamagnæana XX, Kmh. 1960),
179-89. — Sagas of Icelandic Bisliops, útg. Stefán Karlsson (Early Icelandic
Manuscripts in Facsimile VII, Kmh. 1967), 14, 33 og 36-38.