Gripla - 01.01.1977, Side 130
126
GRIPLA
í hinum handritunum eru setningamar þannig (með stafsetningu AM
396 4to, f. 33v):
huar af prestr ottaz at honum muni (mvndi 397, 394) skamt til
steytings (steytsins 394).
Augljóst virðist því að texti 396 sé upphaflegasti texti þessara setn-
inga.
Misritanimar í 5 eru auðskýranlegar: pre- er venjulega bundið p, en
prestr er oft bundið á sama hátt, og svo hefur verið gert í forriti 5. I
því hefur einnig verið torvelt að greina á milli c og t, eins og algengt er.
Því hefur þ óttaz verið lesið predicaz (ó lesið d og tt lesið ic), og steyt-
ings hefur verið lesið sceytings, skrifað skeytings og loks leiðrétt í
steytings.
Fornmálsorðabækur hafa ekki nafnorðið ‘steytingr’, en í orðabók
Blöndals og orðabók Menningarsjóðs er ‘steytingur’, “koldt, blæsende
Vejr”,12 og auk þess í viðbæti við Blöndalsorðabók í merkingunni “hov-
modig, storsnudet optræden”,13 en um þá merkingu hefur OHI aðeins
dæmi úr talmáli.14 Þessi merking er ekki mjög fjarlæg þeirri merkingu
sem Guðbrandur og Fritzner gáfu draugorðinu ‘skeytingur’, en ekki eru
heimildir um að ‘steytingur’ hafi verið notað í þessari merkingu fyrr en
á 20. öld.15
Rétt er því að huga að fleiri skýringarkostum og líta á merkingar
sagnarinnar ‘steyta’ og nafnorðanna ‘steytr’ (sem skrifari 394 notaði í
ákveðinni mynd í staðinn fyrir ‘steytingur’) og ‘steyting’, einkum í fornu
máli.
12 Svipaðrar merkingar er nafnorðið ‘steyta’.
13 Islandsk-dansk ordbog, supplement, ritstj. Halldór Halldórsson og Jakob
Benediktsson (Rv. 1963).
14 Ur talmáli hefur OHÍ einnig stök dæmi um nafnorðið ‘steyta’, “rellusuð í
barni”, sögnina ‘steytast’, “rífast” (um börn), og lýsingarorðið ‘steytulegur’, “skap-
illur, geðvondur”.
15 ‘Steytingur’ er notað í orðasamböndum eins og ‘s. er í e-m’ (Hvaða steytingur
er í þér?) og ‘vera með s.’ (Hann er með bölvaðan steyting). — Trúlegt virðist að
þessi notkun orðsins sé af tveim rótum runnin: Annars vegar er ‘steytingur’ í
merkingunni “kalsavindur” að líkindum eldra í málinu og algengara, og ‘loft’ og
‘vindur’ eru notuð í óeiginlegu merkingunni “mont”, en hins vegar er sögnin
‘steyta’ í merkingunni “troða (út)” notuð í orðasamböndum eins og ‘steyta kálfa’,
‘steyta görn’ og ‘steyta sig’, “gera sig breiðan, rífa kjaft”. (Sbr. einnig ‘steytast’, sem
nefnt var í 14. nmgr.)