Gripla - 01.01.1977, Side 131
MISSKILIN ORÐ OG MISRITUÐ í GUÐMUNDAR SÖGUM 127
Algengasta merking sagnarinnar ‘steyta’ samkvæmt fornmálsorða-
bókum er “hrinda, fleygja”, en auk þess hefur Fritzner dæmi um aðra
merkingu, “kremja, brjóta”. ‘Steyta’ er að sjálfsögðu sama orð og t. d.
‘st0de’ á dönsku, sem hefur báðar þessar merkingar og margar fleiri
skyldar.
Nafnorðið ‘steytr’ er þýtt á ofurlítið mismunandi hátt hjá Fritzner og
Guðbrandi. Fritzner segir “St0d, Anfald som Fart0i paa S0en mod-
tager af Bplgerne eller S0gangen eller andet desl.”,16 en Guðbrandur “a
capsize”.
Ljóst er af fyrsta dæminu hjá Fritzner, sem er úr Tómas sögu yngstu,
að þar er merking nafnorðsins tengd fyrri merkingu sagnarinnar ‘steyta’:
þegar sem piltrinn hafði tekit eitt kaf af þeim fyrsta steyt, er honum
varpaði, skaut honum hátt upp ór sjónum.
Hin tvö dæmin hjá Fritzner eru þau sömu og dæmi Guðbrands, og er
rétt að athuga þau nánar, ekki síst af því að þessir tveir orðabókahöf-
undar hafa þýtt ‘steytr’ í þeim á mismunandi vegu. Bæði dæmin eru úr
Guðmundar sögu Arngríms, en aðalheimild þeirrar sögu er óprentuð
gerð Guðmundar sögu (GC), sem varðveitt er skert í tveim uppskriftum
frá 17. öld, Papp. 4to nr. 4 í Stokkhólmi og AM 395 4to.17 Hér skulu
16 í fjórða bindi orðabókar Fritzners (Rettelser og tillegg) er bætt við annari
merkingu orðsins ‘steytr’, “opprpr, oppstand”, og er sú merking og dæmið sem um
hana er tekið hvorttveggja fengið úr Supplement til islandske Ordb0ger eftir Jón
Þorkelsson ([I], Rv. 1876). Dæmið er úr fyrirsögn í Tómas sögu erkibiskups hinni
yngstu, Er þeir byria vpp steyt moti sancte Thomasi, en úr þessu mun ekki eiga að
lesa ‘byrja upp steyt’, þó að slíkt sé hugsanlegt, heldur ‘byrja uppsteyt’. Nafnorðið
‘uppsteytr’ er að vísu ekki til í fornmálsorðabókum, og enda þótt það sé algengt í
nútímamáli (stundum skrifað uppsteitur), mun það ekki hafa komist á orðabækur
fyrr en í viðbæti við Blöndalsorðabók og í orðabók Menningarsjóðs 1963. Orðið
er þó gamalt í málinu, því að í seðlasafni OHI eru dæmi um það úr fornbréfum
frá 1551 og úr Guðbrandsbiblíu 1584. -—• í orðabók Blöndals og orðabók Menn-
mgarsjóðs er ‘steytur’ tekið upp sem fornt mál og úrelt í þeirri merkingu sem Jón
Þorkelsson gaf orðinu, en orðasafn hans er trúlega eina heimild orðabókahöfunda
um ‘steytur’ í þessari merkingu. Hana er reyndar að finna í einu dæmi hjá OHI ur
vísu eftir austfirskan hagyrðing (Aldrei gleymist Austurland . . . (Ak. 1949), 164):
Gemlingarnir gera steyt,
ganga ei inn, því miður.
Hér kynni þó að vera skáldaleyfi að hafa steyt fyrir uppsteyt.
17 Um samband gerðanna sjá Sagas of Icelandic Bishops, 36-38.