Gripla - 01.01.1977, Síða 132
128
GRIPLA
því teknir upp póstar Fritzners úr Guðmundar sögu Arngríms (GD)
ásamt samsvarandi texta úr GC (með samræmdri stafsetningu):
GC
(Papp. 4to nr. 4, f. 34r)
Þeir líta renna at skipinu svá
stóra báru at hvergi sá fyrir
enda . . . Öllum sýndiz ráðinn
dauði, ef hon kæmi á flatt
skipit.
(Papp. 4to nr. 4, f. 66v)
sáz uppi fljóta mikit sjóskrímsl
í orms líki, liggjandi saman
fyrir vágnum í .xii. lykkjum, ok
ef menn sigldu þann tíma at
váginum er þessi meinvættr lá
uppi at óvöru, týnduz skip, en
menn fyrirfóruz.
GD
(Biskupa sögitr II, 50)
hafbylgja gékk (+ svá 397,
398) geisandi sem fjall væri —,
hón horfði á þvert skipit ok
ógnaði hræðiligan steyt.
(Biskupa sögur II, 129)
einn ormr með 12 lykkjum
flotnaði upp ór sjánum ok lá
optsinnis um þveran váginn, en
leyndist stundum í kafi ok kom
þá upp er verst gegndi mönn-
um ok skipum, . . .; fékk því
margr hér fyrir óhagligan steyt.
Enda þótt hugsanlegt sé að bróðir Arngrímur hafi dregið úr frásögn
heimildar sinnar, þannig að merking orðsins ‘steytr’ sé hér “skellur” eða
því um líkt í samræmi við þýðingu Fritzners og fyrri merkingu sagnar-
innar ‘steyta’, virðist skilningur Guðbrands, að skipi hvolfi, sennilegri,
en allra trúlegast að ‘steytr’ merki hér “(skip)brot” og tengist þannig
síðari merkingu sagnarinnar.
Eina samsetta orðið sem hefur ‘steytr’ að síðari lið og nefnt er í
fjórða bindi orðabókar Fritzners er ‘dauðasteytr’, en eina dæmið um
það sem til er vísað er enn úr Guðmundar sögu Arngríms.18 Þar segir
frá pilti sem staddur er á skeri og
ræðr til ok stökkr yfir, tekst þat eigi betr en svá, at hann missir
skersins, ok hleypr niðr í bládjúp, svá at honum skýtr á öngvan veg
upp,
en í frásögn af því að menn leita hans segir:
Sem þeir fram koma á næsta sker, þar (er) piltrinn hafði dauðasteyt
18 Biskupa sögur II (Kmh. 1878), 181-82.